fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Enski deildabikarinn: Liverpool mætir Chelsea í úrslitaleiknum – Jota hetjan

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 21:38

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er komið í úrslitaleik enska deildabikarsins eftir sigur á Arsenal í Lundúnum í kvöld.

Heimamenn voru sprækir í upphafi leiks en Liverpool tók fljótt við sér. Diogo Jota kom þeim yfir á 19. mínútu. Þrátt fyrir að það virðist sem svo að Portúgalinn hafi ekki hitt boltann nógu vel þá lak hann framhjá Aaron Ramsdale í marki Arsenal.

Staðan í hálfleik var 0-1.

Bæði lið fengu tækifæri til að skora snemma í seinni hálfleik. Fyrst átti Alexandre Lacazette skot yfir mark Liverpool. Stuttu síðar fékk Kaide Gordon svo dauðafæri fyrir gestina en skaut sömuleiðis yfir.

Jota skoraði annað mark sitt og Liverpool á 77. mínútu. Hann fékk þá sendingu inn fyrir frá Trent Alexander-Arnold og afgreiddi boltann frábærlega í markið.

Diogo Jota agfreiðir boltann listilega yfir Aaron Ramsdale. Mynd/Getty

Thomas Partey nældi sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt í lok leiks. Hann hafði komið inn á sem varamaður á 60. mínútu.

Lokatölur á Emirates-vellinum urðu 0-2 fyrir Liverpool.

Liverpool fer í úrslitaleikinn og mætir þar Chelsea þann 27. febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Starf Amorim ekki í hættu

Starf Amorim ekki í hættu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Í gær

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk