fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Elín les fréttirnar í 30 ára gömlum jakka og skorar á Eddu Andrésdóttur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikla athygli vakti í gær þegar María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttaþulur RÚV, greindi frá því á Twitter að hún hefði lesið fréttir kvöldsins í 18 ára gömlum jakka úr H&M, sem hún þar að auki getur ekki hneppt að sér lengur.

Þykir þetta bera vitni um nýtni sem er lofsverð á tímum loftslagsbreytinga þegar hjarta almennings er farið að slá með sjálfbærni og minnkandi neyslu.

En það eru fleiri fjölmiðlakonur sem fara vel með fötin sín. Elín Hirst, blaðamaður á Fréttablaðinu og Hringbraut á líka föt sem láta lítið á sjá í gegnum tímans rás. Í fréttasetti Hringbrautar klæðist hún gjarnan jökkum sem eru 30 ára gamlir, á hún tvo slíka.

„Þannig var mál með vexti að Ingvi Hrafn Jónsson, þáverandi fréttastjóri á Stöð 2, sendi okkur Sigmund Erni, en við vorum aðalfréttaþulir hjá honum, í vandaða verslun þar sem ég keypti þessi tvo jakka. Annar er rauður og hinn köflóttur. Ég hef notað þá í 30 ár á skjánum og það sér ekki á þeim. Gaman að sjá vinkonu mína Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttir fréttakonu á RÚV og Svövu Kristínu Grétarsdóttur, íþróttafréttamann á RÚV, klæðast gömlum fötum og jafnvel keyptum á nytjamarkaði. Vel gert. Nú skora ég á vinkonu mína hana Eddu Andrésar að sýna okkur hvað hún á í sínum fataskáp. Ef til vill getur hún toppað minn 30 ára jakka.“

Spurning er hvort Edda geti slegið Elínu við í þessum efnum. Elín hefur hér með skorað á hana.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það