fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Hörður Ingi búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Sogndal

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 13:15

Hörður Ingi Mynd: Sogndal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska knattspyrnufélagið Sogndal sem spilar í næst efstu deild Noregs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sogndal.

Hörður gengur til liðs við Sogndal frá FH en hann spilaði 21 leik með Hafnarfjarðarliðinu á síðasta tímabili.

Hörður hefur einnig leikið með yngri landsliðum Íslands og á einnig að baki einn A-landsleik.

Auk FH hefur Hörður einnig spilað með ÍA, Víkingi Ólafsvík og HK hér á landi.

Hann segist vera ánægður með að vera genginn til liðs við Sogndal. ,,Þetta er fallegur staður og allir sem ég hef hitt í dag hafa tekið mér vel.“

Tore Andre Flo, fyrrum leikmaður liðsins er nýtekinn við sem stjóri liðsins. Hann er mjög ánægður með að Hörður sé genginn til liðs við Sogndal.

,,Hann er með reynslu af því að spila fyrir land sitt og er spennandi leikmaður sem er mjög góður varnarlega. Hann er áræðinn í sínum leik og er gegnheill og sjálfstraustið skín í gegn í leik hans. Við höfum fylgst með honum lengi og skoðað hann bæði í gegnum myndbönd en einnig með því að tala við aðila sem þekkja vel til hans,“ sagði Tore Andre Flo, stjóri Sogndal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kristján Óli harðorður – „Það er lítill munur á kúk og skít“

Kristján Óli harðorður – „Það er lítill munur á kúk og skít“
433Sport
Í gær

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli