fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Andlát náins frænda vendipunktur hjá Vöndu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. janúar 2022 11:00

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ er í ítarlegu viðtali við helgarblað Fréttablaðsins þar sem hún fer yfir lífsins leið. Vanda var kjörinn formaður KSÍ í október.

Vanda kom inn á erfiðum tíma hjá KSÍ og var kjörinn til bráðabirgðar. Hún stefnir á endurkjör í febrúar þegar ársþing KSÍ fer fram.

„Þetta var margra vikna ákvörðun. Hún var flókin og við maðurinn minn ræddum þetta fram og til baka. Ég ákvað að gera þetta og hætti við nokkrum sinnum. Aðstæður voru mjög erfiðara og flóknar ákvarðanir framundan. Ég þurfti að spyrja mig hvort ég ætlaði mér inn í þetta,“ segir Vanda við Fréttablaðið.

„Ég var mjög ánægð í starfi og að vinna að málum sem ég brenn fyrir. En mig langaði, ég er auðvitað fótboltamanneskja og hef lengi tilheyrt þessari frábæru hreyfingu sem mér þykir vænt um og langaði að hafa áhrif á hana til góðs. Ég er hugsjónamanneskja og baráttumanneskja og langaði að vera partur af þeim breytingum sem voru óumflýjanlegar.“

Þorsteinn Valsson frændi og æskuvinur Vöndu féll frá í byrjun september og það var vendipunktur.

„Ég var einfaldlega viss um að hann hefði stutt mig í þessari ákvörðun,“ segir Vanda en ræðir einnig um látna foreldra og tengdaforeldra.

„Ég bara sá hann fyrir mér segja mér að láta slag standa. Ég hugsaði líka mikið til foreldra minna og tengdaforeldra, sem öll eru látin. Það er okkar mesta sorg í lífinu að hafa misst þau frá okkur allt of snemma en ég veit í hjarta mínu að þau hefðu stutt mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Í gær

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp