fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Roy Keane myndi aðeins halda í örfáa leikmenn Manchester United

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 17. janúar 2022 09:00

Roy Keane /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sérfræðingur Sky Sports, vill að næsti knattspyrnustjóri Manchester United fari í miklar hreinsanir á leikmannahópi liðsins.

United gerði 2-2 jafntefli við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi. Liðið glutraði niður tveggja marka forystu en gengið hefur ekki verið upp á marga fiska hjá Manchester United á tímabilinu.

Eftir leikinn gegn Aston Villa var Keane spurður að því í myndveri Sky Sports, hversu mörgum leikmönnum hann myndi halda hjá Manchester United, væri hann knattspyrnustjóri liðsins.

Leikmennirnir sem voru nefndir á nafn voru Bruno Fernandes, Cristiano Ronaldo og Raphael Varane. ,,Síðan eru nokkrir góðir ungir leikmenn þarna,“ sagði Roy Keane hjá Sky Sports.

Keane segir augljóst að sóknarmaður félagsins, Marcus Rashford, sé í miklum vandræðum. Hann vill að félagið stígi inn í aðstæðurnar og hjálpi leikmanninum. ,,Hann hefur gert frábæra hluti síðastliðin ár bæði innan og utan vallar en það er eitthvað mikið að.“

,,Þetta gerist stundum hjá ungum leikmönnum og tengist sjálfstrausti, það sem gæti verið að valda þessu gæti verið hvað sem er, allt frá hlutum utan vallar til hluta innan vallar. Félagið verður að hjálpa honum í þessum aðstæðum. Þá verða reyndari leikmenn liðsins einnig að hjálpa ungu leikmönnunum. Það er margt að hjá Manchester United um þessar mundir, hlutir sem verður að laga,“ sagði Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sérfræðingur Sky Sports.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Klopp setur mikla pressu á Wirtz

Klopp setur mikla pressu á Wirtz
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Wrexham að fá reynslumikinn markvörð

Wrexham að fá reynslumikinn markvörð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stelpurnar niðurlægðar af ungum strákum rétt fyrir stóru stundina – ,,Engan tíma í að skoða vísindin á bakvið þetta“

Stelpurnar niðurlægðar af ungum strákum rétt fyrir stóru stundina – ,,Engan tíma í að skoða vísindin á bakvið þetta“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal hóf formlegt samtal við enska kantmanninn um helgina

Arsenal hóf formlegt samtal við enska kantmanninn um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur