fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

„Hann segir alltaf satt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. janúar 2022 08:00

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn hélt Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, fjöldafund í Arizona fyrir stuðningsmenn sína. Mörg þúsund manns mættu á fundinn. Trump breytti ekki út af vananum og hélt áfram að segja ósatt um úrslit forsetakosninganna í nóvember 2020 sem hann tapaði fyrir Joe Biden.

„Við látum ekki stjórnmálamenn í Washington stýra lífi okkar lengur. Við unnum kosningarnar. Við sigruðum með miklum mun. Við getum ekki látið þá komast upp með þetta,“ sagði hann meðal annars.

Trump hefur ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl hafi átt sér stað en því hafa dómstólar vísað á bug sem og kjörstjórnir víða um Bandaríkin. En hann virðist eiga erfitt með að sætta sig við að hafa tapað og heldur því lygum sínum áfram.

AFP segir að margir stuðningsmanna hans hafi komið langt að til að hlusta á forsetann fyrrverandi. Einn þeirra sem mættu á fundinn var Jonathan Riches sem sagði að hátíðarstemmning ríkti. „Þetta er næstum eins og Maga (Make America Great Again, innsk. blaðamanns). Hér eru föðurlandsvinir alls staðar af að landinu komnir saman með hagsmuni landsins að leiðarljósi. Við elskum forsetann okkar,“ sagði hann.

Jennifer Winterbauer, stóð fremst, og sagðist vera kominn til að heyra „Trump segja sannleikann.“

„Hann segir alltaf satt um allt. Efnahaginn, stöðu heimsmála, Bandaríkin,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn