fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fókus

Verbúðin hefur aldrei endað jafn spennandi – „Þetta er bara Áslaug Arna að húkka sér far með gæslunni“

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 17. janúar 2022 10:00

Skjáskot úr Verbúðinni/RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verbúðin sló í gegn sem endranær. Fjórði þáttur af átta var sýndur á RUV í gærkvöldi. Einna merkilegast var að enginn missti útlim og enginn hafði samfarir, þó litlu munaði þar!

Þátturinn leið svo hratt að áhorfendum fannst hann nánast vera að byrja þegar hann var búinn. Og aldrei hefur þáttur af Verbúðinni endað jafn spennandi. Það er ljóst að fólk á eftir að flykkjast fyrir framan sjónvarpið næsta sunnudagskvöld með bláan Lövenbräu og bland í poka fyrir fimmtíu krónur. Já, hver sagði að línuleg dagskrá væri ekki í tísku?

Ekki stóð heldur á viðbrögðunum á Twitter frekar en fyrri daginn eftir þáttinn sem bar heitið Vestfjarðanornin.


Ísak var tilbúinn með viðeigandi drykkjarföng áður en þátturinn hófst. Það jafnast ekkert á við smá frostlög með sjónvarpinu.


Mera að segja Högurður var sáttur.


Og hann setti sig sannarlega í spot kverúlantanna.

Margir tengdu við hvernig reynt var að fá eitt barnið til að klára matinn sinn.

Ráðherrann húkkaði sér far vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar og passaði upp á að ástæða ferðar væri æfingaflug.

Það var óvenju mikið af geggjuðum lögum í þætti kvöldsins.


Og tónlistin almennt svo frábær að það er búið að gera nokkra playlista á Spotify


Blaðamaður DV mætti á staðinn í þessum þætti til að koma upp um spillinguna og ýmsir töldu sig bera kennsl á ritstjórann.

Harpa lagði til að þau hjónin færu til Kanarí en eiginmaðurinn bauð henni að koma með togaranum til Grimsby. Hún var ekki kát.

Reykingar fengu sinn sess að venju enda enginn maður með mönnum á þessum tíma nema reykja bókstaflega hvar sem er.

Við sáum líka krakka að teika bíla eins og allir gerðu sem aldrei höfðu heyrt um slysavarnir. Tobbi tenór gerði sér mat úr því.

Þessi ákvað að halda sig að mestu frá Twitter því hann gat ekki horft á Verbúðina. Einmanaleg tilfinning.


Og þessi þóttist bara ekkert vera að horfa en tók samt þátt í Twitter-hátíðinni.

Við ætlum ekki að skemma, en þátturinn endaði mjög spennandi. Mögulega var einhver mikilvægur í lífshættu…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum