fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Arnar Þór: „Ekki ætlast til þess að tíu leikmenn stígi upp og geri tilkall“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 15. janúar 2022 15:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson var svekktur eftir 5-1 tap gegn Suður-Kóreu í dag. Um var að ræða æfingaleik þar sem allir sterkustu leikmenn Íslands voru fjarverandi.

Á meðan var Suður-Kórea með flesta af sínum bestu mönnum og gæðamunurinn var sjáanlegur.

„Maður er aldrei glaður eftir tap, þetta var leikur á móti ógnarsterkum andstæðingi. Við töluðum um það við leikmennina að þeir voru með lið sem hefur spilað lengi saman, 85 prósent af þeirra sterkasta hóp er að spila. Það er mikil áskorun að spila á móti svona liðum, það er ástæða fyrir því að við viljum spila á móti svona liðum. Þó að þetta sé áskorun og mikil hlaup fyrir strákana, ég og þjálfarateymið fáum bara svör við ákveðnum spurningum við leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref. Blaðamenn hafa oft minnst á marga leikmenn sem hafa ekki verið með okkur, við þurfum að spila á móti mismunandi andstæðingum til að fá svör. Við fáum ákveðin svör, ég er ekki ánægður að tapa,“ sagði Arnar Þór eftir leikinn.

„Þegar þeir settu í fimmta gírinn og byrjuðu að spila þennan einnar snertingar bolta. Spila og hreyfa sig, þeir eru frábærir í því. Þeir eru með frábærar hreyfingar án boltans, þeir spila sig í gegnum vörnina hjá okkur í fyrsta og fjórða markinu. Þetta eru hlutir sem við vitum og vissum að þeir gætu gert, ég var ánægður með seinni hálfleikinn að við lokuðum aðeins betur á þeirra samspil. Við vorum betri sjálfir á boltanum, fjórða markið í seinni hálfleik er frábært mark hjá þeim.“

„Þegar við erum að spila á þessu tempói og við svona sterka andstæðinga, það er heldur ekki ætlast til þess að tíu leikmenn stígi upp og geri tilkall til þess að vera A-landsliðsmenn. Ég er mjög ánægður með ákveðna leikmenn, þetta er ekki bara inni á vellinum. Þar er mikilvægasta skrefið til að taka samt, það eru nokkrir leikmenn sem ég hef verið mjög ánægðir með án þess að nefna nöfn.“

Pressa íslenska liðsins gekk ekki vel upp og komst Suður-Kóreu oft í gegnum miðsvæðið.

„Við vorum með þrjá varnarsinnaða miðjumenn í hálfleik. Þeir eru að spila 3-4-3 og eru með fimm leikmenn hátt á vellinum í einni línu og svo sóknarsinnaða miðjumenn. Þegar gæðin eru þetta mikil hjá andstæðingum, þeir ná að leysa í gegnum miðju svæðið. Game planið var að ýta þeim út, þetta eru gæðin hjá andstæðingunum sem gera mikinn mun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Patrick sá um Stjörnuna og kom Val í úrslitin

Mjólkurbikarinn: Patrick sá um Stjörnuna og kom Val í úrslitin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi sagður vera á förum

Messi sagður vera á förum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sögðu takk en nei takk við Tottenham

Sögðu takk en nei takk við Tottenham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi