fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Viktor Karl stoltur af því að fá tækifæri með landsliðinu – „Sýnir að Breiðablik er að gera eitthvað rétt“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 15. janúar 2022 14:45

valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks fékk sín fyrstu tækifæri með A-landsliði karla gegn Úganda og Suður-Kóreu. Ísland tapaði 5-1 gegn Suður-Kóreu í dag.

Viktor Karl var góður gegn Úganda en eins og allir í íslensku liðinu átti hann í vandræðum í dag.

„Það er bara fyrst og fremst heiður, verðlaun fyrir vel unnin störf. Maður er mjög stoltur að vera kominn inn í þennan hóp fyrir þetta verkefni, fá smjörþefinn. Það gefur manni von um að spila fyrir landsliðið og vilja vinna enn meira að því markmiði,“ sagði Viktor Karl að leik loknum í dag.

Íslenska liðið var undir á öllum sviðum í dag. „Fyrri hálfleikur var mjög erfiður, við vorum að hlaupa mikið af óþarfa hlaupum. Ekki að setja pressu til að vinna boltann, þeir fóru illa með okkur með einnar snertingar fótbolta. Við breyttum í seinni hálfleik hvernig við vildum pressa, það gekk miklu betur. Við hefðum getað skapað fleiri færi, við bjuggum til nokkrar ákjósanlegar stöður sem hefðu getað farið betur með.“

„Það var mikill munur á þessu liði og Úganda, þeir voru hraðari í öllum aðgerðum. Þeir refsuðu um leið og þeir gátu, mörkin þeirra sýndu að þeir þurftu ekki mikið. Einn leikmaður hjá okkur var of seinn og þá voru allir eftir.“

Viktor Karl hefur verið orðaður við atvinnumennsku en veit lítið hvað gerist. „Ég veit voðalega lítið, vonandi að þetta tækifæri sýni mig á þessu sviði. Fá kallið í þessum glugga, það vonandi gefur eitthvað. Eins og staðan er núna þá veit ég lítið og er lítið að spá í þessu.“

Mynd/Getty

„Þetta var mjög erfiður leikur, við hlupum mikið. Við vorum ekki mikið með boltann, það var erfitt að klukka þá. Þeir voru snöggir að hreyfa sig frá mönnum.“

Sjö leikmenn sem leikið hafa með Breiðablik byrjuðu leikinn í dag. „Það var gaman, við sáum þetta sjálfir. Það voru nokkrir sem höfðu spilað leik með Blikum, það hefði mátt vera meiri tenging á milli okkar. Í þessum leik var það mjög erfitt, heiður fyrir okkur alla. Sýnir að Breiðablik er að gera eitthvað rétt.“

„Mér finnst ég hafa komist frá þessu ágætlega, ég er sáttir með hvernig ég skilaði varnarvinnu í þessu verkefni. Það gekk best, hvernig pressan gekk upp miðað við það sem var ætlast til af mér. Ég hefði viljað gera meira með boltann og fram á við, þar sem maður er bestur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Í gær

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Í gær

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi