fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Mótmælir berbrjósta en vill sigla á ný mið og slá tvær flugur í einu höggi

Fókus
Mánudaginn 10. janúar 2022 22:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laura Amherst er 31 ára stjórnmálafræðinemi sem hefur orðið nokkuð þekkt í kjölfar mikillar umfjöllunar breskra fjölmiðla um hana. Ástæða þess að fjölmiðlar þar í landi hafa reglulega fjallað um Amherst er sú að hún mætir reglulega á loftlagsmótmæli í Bretlandi og er oftar en ekki ber að ofan á meðan hún mótmælir.

Amherst er hluti af hópnum Extinction Rebellion sem hefur haldið áberandi mótmæli í Bretlandi síðustu vikur, mótmælin ganga oft lengra en önnur mótmæli í sama málaflokki. Hópurinn er þekktur fyrir borgaralega óhlýðni sína á mótmælum en tekur skýrt fram að hann er á móti ofbeldi af öllu tagi.

Nú hefur Amherst tilkynnt að hún ætlar sér að sigla á ný mið en hún sækist nú eftir því að fá að taka þátt í Love Island þáttunum vinsælu. Hún hætti nýlega í sambandi og ákvað því að slá tvær flugur í einu höggi með því að sækja um að vera með í Love Island, hún ætlar sér að finna ástina og fræða fólk um loftlagsmál í leiðinni.

Í samtali við Daily Star segir Amherst að hún hafi ákveðið að sækja um í þáttunum því hún er með aðra sýn á heiminn heldur en fyrri þáttakendur. Hún nefnir sértaklega fyrrum Love-Island þáttakandann Molly-Mae Hague en hún er í dag stjórnandi sköpunar  (e. creative director) hjá fataversluninni Pretty Little Thing.

Amherst er á móti verslunum eins og Pretty Little Thing sem selja fatnað sem flokka má sem svokallaða skynditísku (e. fast fashion). Hörðustu aktívistar í loftlagsmálum eru virkilega á móti skynditísku og er Amherst í þeim hópi.

„Ég hugsaði um að fara í Love Island til að vekja athygli á loftlagsvandanum. Ég er búin að sækja um að vera með og ég vona að ég finni ástina og nái að vekja meiri athygli á þessu á sama tíma. Ég er ekki ennþá búin að fá svar en mér líður eins og þau vilji ekki fá mig þar sem ég gæti verið of umdeild.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því