fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Gylfi þénaði 750 milljónir en launin lækkuðu talsvert – Laun Jóhanns Berg hækka mikið

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. janúar 2022 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson þénaði 750 milljónir króna á síðasta ári frá Everton samkvæmt Viðskiptblaðinu. Lækkuðu laun hans um 100 milljónir króna.

Laun Gylfa lækkuðu sökum þess að hann fékk enga bónusa fyrir spilaða leiki og mörk á seinni hluta árs. Gylfi er undir rannsókn lögreglu í Bretlandi og er sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Viðskiptablaðið fjallar um laun íslenskra knattspyrnumanna í blaði sínu. Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley er sagður hafa þénað um 500 milljónir króna.

Það er um 150 milljónum króna meira en árið á undan, Jóhann skrifaði undir nýjan samning við Burnley á síðustu leiktíð.

Aron Einar Gunnarsson er í þriðja sæti listans og er sagður hafa þénað 290 milljónir króna hjá Al-Arabi. Rúnar Alex Rúnarsson fékk svo um 250 milljónir hjá Arsenal.

Listi Viðskiptablaðsins:
Gylfi Þór Sigurðsson Everton um 750 m.kr.
Jóhann Berg Guðmundsson Burnley um 500 m.kr.
Aron Einar Gunnarsson Al Arabi um 290 m.kr.
Rúnar Alex Rúnarsson Arsenal (OH Leuvení láni) um 250 m.kr.
Alfreð Finnbogason Augsburg um 225 m.kr.
Arnór Sigurðsson CSKA Moskva (Venezia í láni) um 200 m.kr.
Hörður Björgvin Magnússon CSKA Moskva um 200 m.kr.
Sverrir Ingi Ingason PAOK um 180 m.kr.
Rúnar Már Sigurjónsson CFR Cluj um 150 m.kr.
Guðlaugur Victor Pálsson Schalke 04 um 150 m.kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal
433Sport
Í gær

City hefur samband við Donnarumma

City hefur samband við Donnarumma
433Sport
Í gær

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Í gær

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Í gær

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba