Fegurðardrottningin Hulda Vigdísardóttir var valin Miss Powerwoman International og Miss Most Classy í fegurðarsamkeppninni Miss Multiverse sem var haldin í Dóminíska lýðveldinu um helgina. Fréttablaðið greinir frá.
Hulda deildi gleðifréttunum á Instagram og sagðist vera orðlaus. Hún þakkar innilega stuðninginn og segir hann hafa verið ómetanlegan.
Miss Multiverse er öðruvísi fegurðarsamkeppni að því leytinu að keppendur þurfa að taka þátt í ýmsum áskorunum eins og að leysa vísinda- og viðskiptatengd verkefni og taka þátt í hreystikeppni. Hulda stóð sig með prýði í hreystikeppninni, Last Woman Standing, og komst í topp 5.
„Þetta er klárlega erfiðasta fegurðarsamkeppnin/keppni í heiminum. Upplifun sem við munum aldrei gleyma,“ skrifaði Hulda eftir hreystikeppnina.
Hulda hefur verið dugleg að leyfa fólki að fylgjast með keppninni á Instagram. Fókus óskar henni innilega til hamingju með titillinn.