fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Ekki dregur úr hryllingnum í Norður-Kóreu – Teknir af lífi fyrir að hlusta á popptónlist

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. desember 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Illkynja krabbamein“ sem berjast verður við með hörðustu refsingunni. Svona líta leiðtogar Norður-Kóreu á vestræna fjölmiðla og menningu og þá ekki síst popptónlist frá nágrönnunum í Suður-Kóreu. Undanfarið ár hefur Kim Jong-un, einræðisherra, látið taka að minnsta kosti sjö landa sína af lífi fyrir að hafa horft á tónlistarmyndbönd eða deilt þeim.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um stöðu mannréttindamála í þessu harðlokaða einræðisríki. Skýrslan var gerð af suðurkóresku mannréttindasamtökunum Transitional Justice Working. The New York Times skýrir frá þessu.

Skýrslan var birt í síðustu viku en hún byggist á viðtölum við 683 landflótta Norður-kóreumenn. Markmiðið með skýrslunni var að staðsetja hvar fólk, sem tekið hefur verið af lífi, er jarðsett og hvar það var tekið af lífi. Frá 2015 hafa samtökin skráð 27 aftökur á vegum einræðisstjórnarinnar.

Allt frá því að Kim Jong-un komst til valda fyrir tíu árum hefur hann tekið hart á því sem hann telur vera hættulega poppmenningu frá grönnunum í Suður-Kóreu. Hann telur að kvikmyndir, sjónvarpsþættir og tónlist þaðan spilli Norður-kóreumönnum.

Á síðasta ári tóku ný lög gildi sem heimila opinberar aftökur fólks sem horfir á eða dreifir efni suðurkóreskra fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Í gær

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar