fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fókus

Brjóstaskora kynþokkafull en brjóstagjöf ógeðsleg

Vegfarendur sögðu brjóstagjöf á almannafæri verða óviðeigandi og ógeðslega – Sáu ekkert að brjóstaskoru á almannafæri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. janúar 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsleg tilraun var gerð í Bandaríkjunum fyrir skemmstu þar sem tvær konur voru fengnar til að sitja á almannafæri. Önnur konan var með nýfæddan son sinn á brjósti og hin í fleygnum bol sem sýndi brjóstaskoru hennar. Viðbrögð vegfarenda voru vægast sláandi.

Myndbandið var birt á YouTube-rás Joey Salads í gær og hefur vakið talsverða athygli bæði á YouTube og á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter.

Fyrst sést konan með brjóstaskoruna sitja á bekk í verslunarmiðstöð. Margir horfðu hýru auga til hennar og einn karlmaður gefur sig á tal við hana.

Því næst var komið að konunni með barnið. Konan settist á sama bekk og gaf syni sínum brjóstamjólk. Vegfarendur gengu upp að henni og sögðu að það sem hún væri að gera væri „ógeðslegt.“

„Í alvörunni, þarftu að gera þetta hérna. Þetta er ógeðslegt,“ sagði einn sem gekk að konunni á meðan hún var með barnið á brjósti.

Síðar í myndbandinu voru konurnar látnar sitja hlið við hlið á bekk við fjölfarna verslunargötu. Það sama var upp á teningunum þá. Vegfarendur sögðu að brjóstagjöfin væri óviðeigandi og ógeðsleg.

„Af hverju þarftu að gera þetta á almannafæri? Þetta er ógeðslegt,“ sagði ungur maður sem gekk fram hjá konunum.

Stjórnandi tilraunarinnar stóð hjá konunum og sagði við manninn að þetta væri náttúrulegt og eðlilegt. Hann spurði svo hvers vegna honum þætti ekki hin konan, með brjóstaskoruna, ógeðsleg.

„Vegna þess að það er kynþokkafullt,“ sagði maðurinn.

Hér má sjá myndbandið í heild sinni.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=sOEHRsRIodI?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Í gær

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“