fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Telja sig hafa leyst eina af ráðgátunum um kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. desember 2021 08:01

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir þeirra sem hafa smitast af kórónuveirunni hafa upplifað að hafa algjörlega misst lyktar- og bragðskynið. Þetta hefur vakið mikla undrun vísindamanna en nú telja sænskir vísindamenn sig vera komna nálægt því að leysa þessa ráðgátu.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Segir blaðið að þetta snúist um að vísindamenn hafi fundið kórónuveiru í svokölluðum stuðningsfrumum við lyktarnemana í nefinu. Veiran truflar starfsemi stuðningsfrumanna og svæðið í kringum þær, við lyktarnemana, verður óvirkt er haft eftir Johan Lundström, dósent í klínískri taugasjúkdómafræði við Karólínsku stofnunina. Hann sagði að veiran hafi líklega einnig áhrif á það svæði heilans sem tekur við lykt frá nefinu. Vísindamennirnir fundu ummerki um kórónuveiru á þessu svæði og telja því að það geti skýrt af hverju lyktarskynið fer úr skorðum við smit. „Veiran kemst þangað en ekki lengra,“ sagði hann um veru hennar í heilanum.

Þessi uppgötvun gæti verið góð frétt fyrir þá sem hafa orðið illa fyrir barðinu á þessum einkennum því þetta getur auðveldað þjálfun lyktarskynsins á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Í gær

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“