fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Ólínu varð á í Silfrinu í gær – „Er mér bæði ljúft og skylt að leiðrétta þennan misskilning minn“

Eyjan
Mánudaginn 6. desember 2021 11:50

Ólína áður en hún litaði hárið ljóst.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi Alþingiskona, rithöfundur og þjóðfræðingur, var meðal gesta í Silfrinu í gær. Þar hélt hún því fram að kísilmálverksmiðju á Bakka við Húsavík hafi verið lokað.

Framkvæmdir við kísilverið PCC BakkiSilicon hf. hófust árið 2015 eftir nokkra ára undirbúning en árið 2020, rétt rúmum tveimur árum eftir að verksmiðjan hóf starfsemi, var greint frá því að um 80 starfsmönnum hafi verið sagt upp vegna tímabundinnar rekstrarstöðvunar. Hins vegar hófst starfsemin aftur á þessu ári.

Ólína hefur nú leiðrétt þessa rangfærslu í færslu á Facebook:

„Mér varð aðeins á í Silfrinu í gær þegar ég sagðist halda að iðnaðarverinu á Húsavík hefði verið lokað. Ég stóð í þeirri trú eftir rekstrarstöðvun fyrirtækisins í fyrra. Svo mun þó ekki vera og er mér bæði ljúft og skylt að leiðrétt aþennan misskilning minn. Enginn leiðrétti mig í þættinum enda held ég að tíðar fréttir af rekstrarerfiðleikum, uppsögnum og tímabundinni lokun hafi ruglað marga í ríminu.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“