fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Fór í myndatöku til að fagna stórum áfanga – Niðurbrotin þegar hún sá myndirnar og var hótað lögsókn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 3. desember 2021 09:43

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Mik Zazon segir frá ömurlegri reynslu af ljósmyndara sem hótaði að kæra hana fyrir meiðyrði eftir að hann breytti mynd í hennar óþökk.

Mik er með tæplega milljón fylgjendur á Instagram þar sem hún breiðir út boðskap jákvæðrar líkamsímyndar. Hún glímdi lengi við átröskun og var í ofbeldisfullu sambandi. Fyrir fjórum árum var hún búin að ná bata frá átröskuninni og vildi fagna því með því að fara í myndatöku. Hún tók það skýrt fram við ljósmyndarann að ekki mætti breyta líkama hennar í eftirvinnslu myndanna.

„Ég var kvíðin yfir að þetta væri karlmaður að ljósmynda mig en ég var sterk. Þar til hann sagði: „Ég þori að veðja að gaurar slefuðu yfir þér þegar þú varst í betra formi.“ Ég hunsaði það og vissi eiginlega ekki hvað ég ætti að segja eða gera,“ segir Mik.

Nokkrum vikum seinna fékk hún myndirnar frá ljósmyndaranum. „Þær voru fallegar. En ég tók eftir því að ég var mjög ólík sjálfri mér á nokkrum myndum. Hann breytti líkama mínum í Photoshop svo hann væri tveimur stærðum minni.“

Myndin til hægri er myndin sem ljósmyndarinn breytti.

„Þegar ég talaði við hann um það sagði hann: „Ég var að æfa Photoshop tækni mína og vildi hafa þessar myndir á vefsíðunni minni.“ Mig svimaði og tárin láku niður andlit mitt,“ segir Mik.

„Ég var að jafna mig eftir ofbeldisfullt samband og var oft að breyta líkama mínum í Photoshop þegar ég glímdi við átröskun. Það var eins og hann hefði fært mér gömul áföll á silfurfati.“

Á þessum tíma hafði Mik verið í bata frá átröskun í sex mánuði.

„Það næsta sem hann gerði var að hóta að kæra mig fyrir meiðyrði ef ég myndi segja einhverjum frá þessu. Hágrátandi byrjaði ég að skilja eftir umsagnir á öllum miðlum sem ég gat fundið. Ég fann eiginkonu hans á Facebook og sendi henni skilaboð. Hann á tvær litlar stelpur. Ég sendi honum líka skilaboð og sagði að ég myndi aldrei leyfa honum að gera þetta aftur. Ég greindi síðan frá þessu á Instagram og í kjölfarið byrjaði ég að fá skilaboð frá konum sem sögðust einnig hafa óþægilega upplifun af sama manni, hann bað þær um að fara úr brjóstahaldaranum og bolnum fyrir mynd,“ segir Mik.

„Næsta dag var hann búinn að eyða fyrirtækinu sínu af öllum samfélagsmiðlum. Heimurinn reyndi að þagga okkur en sama hversu erfið baráttan er þá eru raddir okkar sterkari en ógnir þeirra.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Mik Zazon (@mikzazon)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“