fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Stjörnufræðingar fundu tvær „ósýnilegar“ vetrarbrautir frá árdögum alheimsins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. desember 2021 17:00

Önnur vetrarbrautanna. Mynd:Kaupmannahafnarháskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær eldgamlar vetrarbrautir, sem eru faldar bak við geimryk, geta varpað nýju ljósi á þróun alheimsins á árdögum hans. Stjörnufræðingar hafa uppgötvað tvær vetrarbrautir, sem eru gríðarlega langt frá sólkerfinu okkar og eldgamlar. Þær eru á bak við geimryk og voru þar til nýlega ósýnilegar en eftir því sem tækninni hefur fleygt fram getum við nú séð þær.

Í nýrri rannsókn kemur fram að hugsanlega séu 10 til 20% af öllum þeim vetrarbrautum, sem urðu til á árdögum alheimsins, huldar bak við geimryk. „Rannsókn okkar sýnar að allt að fimmta hvert vetrarbraut, sem myndaðist á árdögum alheimsins, er ekki á geimkortum okkar,“ segir Pascal Oesch, hjá Cosmic Dawn Center hjá Niels Bohr stofnuninni við Kaupmannahafnarháskóla, í fréttatilkynningu um rannsóknina.

Þessar „földu“ vetrarbrautir, sem eru 13 milljarða ára gamlar, geta verið það sem okkur hefur vantað til að skilja það sem gerðist í upphafi alheimsins. Þá urðu fyrstu stjörnurnar og vetrarbrautirnar til og lýstu alheiminn upp. En fram að þessu höfum við ekki fundið nægilega margar vetrarbrautir til að skýra hvað öll orkan, á árdögum alheimsins, kom.

Fyrir 13 milljörðum ára var alheimurinn hulinn vetnisþoku sem gleypti allt sýnilegt ljós og gerði hinn unga alheim ógegnsæjan. En á næstu nokkur hundruð milljón árum fæddust fyrstu stjörnurnar sem urðu síðan að vetrarbrautum, þá fór að birta til í alheiminum. Vetrarbrautirnar gáfu svo mikla birtu frá sér sem og orku í formi útfjólublárra geisla að þær „brenndu“ sig í gegnum vetnisþokuna. En stjörnufræðingar hafa ekki getað fundið nægilega margar vetrarbrautir fram að þessu til að skýra þetta til fulls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið