fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Sambandsdeildin: Ísak Bergmann skoraði og lagði upp er FCK fór áfram – Tottenham tapaði gegn Mura

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 19:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FCK Kaupmannahöfn er komið áfram í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir sannfærandi 4-0 sigur á Lincoln Red Imps í kvöld.

Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Haraldssson voru báðir í byrjunarliði FCK og það var Ísak sem skoraði fyrsta markið eftir fimm mínútna leik. Lukas Lerager bætti við öðru marki tveimur mínútum síðar og staðan 2-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Ísak Bergmann lagði upp þriðja og fjórða mark FCK en þau skoruðu William Wick og Rasmus Hojlund. FCK sigrar F-riðil og fer því beint áfram í 16 liða úrslitin. Lincoln Red Imps er úr leik.

Tottenham þurfti að sætta sig við 2-1 tap gegn slóvenska liðinu NS Mura. Tomi Hovart kom Mura yfir með glæsilegu marki á 11. mínútu. Ryan Sessegnon fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir rúmlega hálftíma leik og Tottenham orðið manni færri.

Harry Kane tókst að jafna metin í seinni hálfleik en Mura vann leikinn með marki í uppbótartíma, lokatölur 2-1 fyrir slóvenska liðið. Tottenham er í öðru sæti riðilsins þegar ein umferð er eftir og mætir Rennes á heimavelli í lokaumferðinni.

Rennes, Feyenoord, Basel og FC Qarabag eru öll komin áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“