fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
433Sport

Fréttamaður RÚV hjólar í Vöndu – ,,Var í vinnunni í dag en vildi bara ekki útskýra risastóra ákvörðun“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 19:12

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, gagnrýnir Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, harðlega eftir að Ryotaro Suzuki, sendiherra Japan, birti mynd af sér með formanninum í dag.

Suzuki var í heimsókn hjá KSÍ í dag. Japanska kvennalandsliðið mætir því íslenska á morgun. ,,Ég heimsótti KSÍ, hitti Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann sambandsins. Japanska kvennalandsliðið mætir því íslenska í vináttukeik í Hollandi á morgun. Vonandi verður það góður leikur,“ skrifaði Suzuki á Twitter.

Vanda hefur verið á allra vörum í dag í kjölfar þess að fréttir bárust af því að KSÍ hafði komist að samkomulagi um starfslok Eiðs Smára Gujohnsen sem aðstoðarlandsliðsþjálfara karla í gærkvöldi.

Vanda hefur ekki svarað fyrir málefni Eiðs Smára það sem af er degi. DV hefur frá því á mánudag reynt að fá Vöndu til að ræða málið enda var byrjað að kvisast út að sambandið ætlaði að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi Eiðs Smára.

,,Vanda var í vinnunni í dag en vildi bara ekki útskýra risastóra ákvörðun stjórnar KSÍ fyrir fjölmiðlum (og þar með fólkinu í landinu). Gerði það sama fyrir ársþingið, neitaði að tala við fjölmiðla. Þetta er ekki einkafyrirtæki heldur opinbert batterí, stærsta sérsambandið,“ skrifaði Einar Örn harðorður á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona eru þrjár næstu umferðir Bestu deildarinnar – Margt áhugavert gæti gerst

Svona eru þrjár næstu umferðir Bestu deildarinnar – Margt áhugavert gæti gerst
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forseti Barcelona hefur samband vegna Greenwood

Forseti Barcelona hefur samband vegna Greenwood
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea

Hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti orðið fullkominn endir hjá Reus

Gæti orðið fullkominn endir hjá Reus
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?