fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Dæmdur sekur eftir að hafa reynt að kúga fé af samherja sínum með kynlífsmyndband að vopni

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 11:13

Karim Benzema

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karim Benzema, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið fundinn sekur og dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að kúga fé frá fyrrum samherja sínum í franska landsliðinu, Mathieu Valbuena, með því að hóta því að birta kynlífsmyndband af Valbuena.

Auk fangelsisdómsins hlýtur Benzema 75 þúsund evra sekt en það jafngildir rúmum ellefu milljónum íslenskra króna. Málið teygir anga sína aftur til ársins 2015.

Allt frá því að Benzema var bendlaður við málið hefur lögfræðingateymi hans reynt að hreinsa nafn hans með því að segja að hans aðild sé byggð á misskilningi. Hann hafi í raun verið að reyna hjálpa Valbuena.

Benzema og Valbuena eru fyrrum liðsfélagar í franska landsliðinu. „Ég vildi bara að hann (Valbuena) vissi af því að myndbandinu hefði verið lekið og hjálpa honum vegna þess að hann hafði hjálpað mér áður,“ hefur Benzema látið hafa eftir sér í viðtali um málið.

Þegar málið komst upp á sínum tíma var Benzema settur í bann hjá franska landsliðinu, bann sem entist í sex ár eða alveg þangað til að hann var valinn í landsliðshóp Frakklands fyrir Evrópumótið sem fram fór síðasta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir fyrrum leikmenn United berjast um bráðabirgðastöðuna

Tveir fyrrum leikmenn United berjast um bráðabirgðastöðuna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skelfilegt slys: 15 ára drengur lést er hann var að flýja hunda – „Það var ekkert öryggi þarna, þetta er óásættanlegt óréttlæti“

Skelfilegt slys: 15 ára drengur lést er hann var að flýja hunda – „Það var ekkert öryggi þarna, þetta er óásættanlegt óréttlæti“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tvær útgáfur af hugsanlegu byrjunarliði Chelsea með Rosenior í brúnni

Tvær útgáfur af hugsanlegu byrjunarliði Chelsea með Rosenior í brúnni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta