fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Grátbiður eiginkonuna um fyrirgefningu eftir að hafa viðurkennt framhjáhaldið – ,,Ég á þessa niðurlægingu skilið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Eric Abidal grátbiður eiginkonu sína, Hayet Abidal, um að fyrirgefa sér í kjölfar frásagna af framhjáhaldi sínu með knattspyrnukonu Paris Saint-Germain, Kheira Hamraoui.

Hayet segir að þessi fyrrum leikmaður, síðar yfirmaður íþróttamála, hjá Barcelona hafi viðurkennt fyrir henni að hafa haldið framhjá með Hamraoui. Hayet hefur hafið skilnaðarferli.

,,Hayet, fyrirgefðu mér. Hvað sem þú ákveður þá munt þú alltaf verða konan í mínu lífi og sérstaklega móðir yndislegu barna okkar,“ skrifaði Eric Abidal á Instagram.

Hann hélt áfram; ,,Ég á þessa niðurlægingu skilið, þó það drepi mig lifandi.“

Í síðustu viku komst það í fréttirnar að Hayet væri grunuð um að hafa skipulagt árás á Hamraoui. Árásin átti sér stað fyrir tæpum þremur vikum. Mirror segir hins vegar frá því í dag að ekkert bendi til þess að hún hafi átt þátt í árásinni.

Sagt er í fréttum að árásarmennirnir hafi dregið Hamraoui út úr bíl hennar. Þá eiga þeir að hafa lamið hana með járnröri og sparkað í lappirnar á henni. Árásin átti sér stað fyrir tveimur vikum síðan.

Samkvæmt franska staðarblaðinu Le Monde, hrópuðu árásarmennirnir ,,þér finnst gott að sænga hjá giftum mönnum“ á meðan að þeir réðust á hana.

Degi eftir árásina hringdi Hamraoui í Abidal og það leiddi rannsókn lögreglu að þeirri staðreynd að sími hennar er skráður á Abidal.

Það var eftir árásina sem Eric er sagður hafa viðurkennt framhjáhaldið með Hamraoui.

Aminata Diallo, liðsfélagi Hamraoui, var grunuð um að hafa skipulagt árásina en henni var síðan sleppt úr haldi og þá beindust spjótin að fyrrverandi kærasta Hamraoui.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona