fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Nýjustu fréttir frá Spáni hræða stuðningsmenn Barcelona – Annað félag vill fjórfalda laun vonarstjörnunnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 18:15

Pedri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska stórveldið Bayern Munchen hefur áhuga á Pedri, 18 ára gömlum miðjumanni Barcelona. Þetta segir í spænska blaðinu AS.

Pedri skrifaði nýverið undir nýjan samning hjá Barcelona. Bayern er þó talið vilja fjórfalda laun leikmannsins til að krækja í hann.

Það yrði algjört högg í maga Barcelona og stuðningsmanna félagsins að missa Pedri. Hann hefur verið einn af fáum ljósum punktum þess undanfarið. Katalóníustórveldið á í miklum fjárhagsvandræðum og gengur illa í deildinni heima fyrir.

Pedri var í gær krýndur gulldrengur Evrópu. Segir það margt um hans hæfileika.

Pedri lék fleiri mínútur en nokkur annar leikmaður Barcelona á síðustu leiktíð og lék einnig á EM 2020, sem og á Ólympíuleikunum þar sem hann vann silfur með spænska landsliðinu. Hann hefur þó ekki spilað síðan í september vegna meiðsla í læri.

Pedri gekk til liðs við Barcelona frá Las Palmas árið 2020 og skrifaði undir nýjan samning við spænsku risana í október síðastliðnum. Riftunarákvæðið í samningi ungstirnisins er upp á einn milljarð evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð
433Sport
Í gær

Hvað verður um gömlu kynslóðina á nýju ári? – „Hann notar hann ekki“

Hvað verður um gömlu kynslóðina á nýju ári? – „Hann notar hann ekki“
433Sport
Í gær

Danir gengu berserksgang og lúskruðu á Íslendingum – „Varð allt vitlaust“

Danir gengu berserksgang og lúskruðu á Íslendingum – „Varð allt vitlaust“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján hreinskilinn er hann var spurður út í sumarið – „Þetta var ömurlegt“

Kristján hreinskilinn er hann var spurður út í sumarið – „Þetta var ömurlegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla