fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Sjö konur lögsækja Katar eftir að hafa verið neyddar í skoðun hjá kvensjúkdómalækni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 18:00

Vél frá Qatar Airways. Mynd: EPA-EFE/WALLACE WOON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö ástralskar konur hafa ákveðið að sækja Katar til saka en þær voru neyddar í skoðun hjá kvensjúkdómalækni í landinu í október á síðasta ári. Málavextir voru þeir að nýfætt barn fannst í ruslafötu á kvennasalerni í flugstöðinni í Doha. Yfirvöld kyrrsettu því nokkrar flugvélar frá Qatar Airways og báðu konur, sem voru taldar vera á barneignaraldri, að stíga út úr vélunum. Þar á meðal voru 13 konur sem voru á leið til Ástralíu.

Í sjúkrabíl á flugbrautinni voru þær neyddar í skoðun hjá kvensjúkdómalækni til að kanna hvort þær væru nýbúnar að eignast barn. En konunum var ekki sagt af hverju þurftu að gangast undir skoðun hjá lækninum. Kona, sem var með fimm mánaða gamalt barn, var einnig færð til skoðunar þrátt fyrir að hún gæti af náttúrulegum orsökum ekki verið móðir barnsins sem fannst í ruslafötunni. The Sydney Morning Herald skýrir frá þessu.

Önnur kona, sem var ein á ferð, sagði að hún hafi verið beðin um að standa upp og taka farangur sinn og vegabréf með. Vopnaðir verðir fylgdu henni síðan í gegnum flugvöllinn að sjúkrabíl. Hún sagðist hafa óttast um líf sitt og krafðist þess að önnur kona kæmi með henni inn í sjúkrabílinn til að vera vitni að því sem þar færi fram.

Frönsk kona á sextugsaldri var einnig neydd í skoðun. Hún segist hafa verið „skelfingu lostin“.

Aðgerðirnar voru fordæmdar á alþjóðavettvangi og forsætisráðherra Katar baðst afsökunar á þeirri meðferð sem konurnar hefðu fengið. Hann sagði í færslu á Twitter að atburðurinn „endurspeglaði ekki lög og gildi Katar“ og að ríkisstjórnin myndi grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja að svona lagað myndi ekki eiga sér stað aftur. Lögreglumaðurinn sem fyrirskipaði rannsóknina á konunum var síðan dæmdur til að greiða háa sekt og vikið frá störfum í hálft ár.

Konurnar krefjast bóta fyrir þann miska sem þær urðu fyrir og þær vilja um leið tryggja að aðrar konur fái ekki svipaða meðferð. Þær krefjast einnig formlegrar afsökunarbeiðni frá yfirvöldum í Katar.

Tímasetning málshöfðunarinnar kemur sér illa fyrir Katar sem hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir aðbúnað verkamanna í undanfara HM í knattspyrnu sem fer fram í landinu að ári. Yfirvöld í landinu hafa að undanförnu reynt að bæta ímynd sína á alþjóðavettvangi og hafa reynt að fullvissa umheiminn um að réttindi kvenna séu virt í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað