fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Fylgjandi Köru Kristelar sagðist vera í menntaskóla og sofa hjá kennara sínum – Svar hennar harðlega gagnrýnt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 22. nóvember 2021 20:30

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og förðunarfræðingurinn Kara Kristel Signýjardóttir gerði allt vitlaust á Twitter um helgina með ummælum sem hún lét falla þegar einn fylgjandi hennar, sem sagðist vera í menntaskóla, uppljóstraði um að viðkomandi væri að sofa hjá kennara sínum. Í samtali við DV tekur Kara Kristel það skýrt fram að hún sé alls ekki að hvetja ungt fólk til að sofa hjá kennurum sínum. 

Játningin kom þegar Kara gaf fylgjendum sínum tækifæri á að deila leyndarmálum þeirra með sér. Hún var með „spurningarbox“ á Instagram þar sem fylgjendur gátu játað leyndarmál og komið fram nafnlaust ef hún birti játningar þeirra í Story. Eina manneskjan sem veit nafn þeirra er Kara sjálf.

Það er hægt að skoða leyndarmálin í „highlights“ hjá Köru undir „Leyndó“.

Skjáskot/Instagram

Einn fylgjandi hennar sagði: „Er að sofa með kennaranum mínum. Er í menntaskóla.“

Kara Kristel skrifaði með: „Living????“

„Living“ er slangur sem er gjarnan notað fyrir eitthvað sem er „æðislegt.“ Hér má sjá skilgreiningu Urban Dictionary fyrir „living“.

Ummæli Köru féllu ekki vel í kramið hjá netverjum sem gagnrýndu hana á Twitter.

Áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak tjáði sig stuttlega um þetta með því að segja einfaldlega: „Úff.“ Hún birti síðan þetta tíst.

Kara svarar fyrir sig

Kara svaraði gagnrýninni á Twitter og sagði það hvergi koma fram hver aldur nemandans sé. „Ég á alveg vinkonur sem hættu í menntaskóla og byrjuðu aftur á þrítugsaldri,“ segir hún.

Kara segir að þegar hún var sautján ára þá svaf hún hjá yfirmanni sínum á þrítugsaldri. Í dag er hann barnsfaðir hennar.

Hafði samband við nemandann

Í samtali við DV segir Kara að margir hefðu gert ráð fyrir því að nemandinn væri undir átján ára og kennarinn yfir þrítugt eða fertugt. Hins vegar hafði hún samband við konuna sem hún segir vera tvítuga og að kennarinn á þrítugsaldri.

„Ég spurði hana hvort hún fyndi fyrir valdaójafnvægi og hún sagði já stundum en að þau væru mjög dugleg að tala um það og að hann sé búinn að gera það mjög ljóst fyrir henni að hún getur hætt við hvenær sem er. Hún er tvítug og hann er á þrítugsaldri,“ segir Kara. „Það er ekki eins og þetta sé einhver fimmtán ára nýkomin úr grunnskóla og fimmtugur sögukennari.“

Umræðan góð

„Það var aldrei neinn að segja að það væri í lagi að fimmtán ára væru að ríða einhverjum þrítugum kennurum eða eldri en þrítugt. Það var aldrei neinn að segja það,“ segir hún.

„Það er einhvern veginn eins og allir hefðu ákveðið að þetta væri 15-16 ára nemandi að ríða fertugum kennara.“

Kara hefur í gegnum tíðina verið með svona spurningarbox á Instagram þar sem fylgjendur geta deilt leyndarmálum. Hún segir þetta hafa verið í þriðja skipti sem hún fékk játningu um að einhver væri að sofa hjá kennaranum sínum. „Ég vissi ekki hvað ég átti að segja. Það er ekki mitt að vera að skamma fylgjendur mína geggjað mikið fyrir að treysta mér fyrir einhverjum leyndarmálum. Heldur bara svona „living“ og fullt af spurningarmerkjum af því ég vissi ekki hvað ég ætti að segja,“ segir hún.

Kara segir að umræðan sé góð og þörf um valdaójafnvægi milli kennara og nemanda. „En það er byggt á svo veikum grunni komandi úr mínu story með þetta living dæmi. Því enginn veit hvað fólkið er gamalt,“ segir hún.

„Mér finnst mjög leiðinlegt að fólk var að taka þessu þannig að ég væri að hvetja til þess að ungar stelpur, aðallega, undir átján ára í menntaskóla myndu sofa hjá kennurum sínum. En það var aldrei planið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu