fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Miklar óeirðir í Hollandi þriðju nóttina í röð – Mótmæla sóttvarnaaðgerðum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 05:02

Mótmælendur söfnuðust saman við knattspyrnuvöll. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar óeirðir brutust út í nokkrum borgum og bæjum í Hollandi í gærkvöldi. Fólk safnaðist saman til að mótmæla hertum sóttvarnareglum í landinu. Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Groningen, Leeuwarden, Enschede og Tilburg.

Í Enschede, sem liggur við þýsku landamærin, voru að minnsta kosti fimm handteknir fyrir að efna til óeirða og hvetja til ofbeldis segir í tilkynningu frá lögreglunni á Twitter.

Mótmælendur eru mjög ósáttir við nýjustu sóttvarnaraðgerðirnar sem ríkisstjórnin hefur gripið til í því skyni að reyna að halda aftur af heimsfaraldri kórónuveirunnar.

Í Groningen tókst óeirðalögregla á við marga litla hópa mótmælenda sem fóru um og unnu skemmdarverk.

Í Leeuwarden þurfti að stöðva knattspyrnuleik um tíma eftir að stuðningsfólk kastaði flugeldum inn á völlinn en það mátti ekki koma á leikinn vegna sóttvarnaaðgerðanna.

Óeirðirnar hófust á föstudaginn í Rotterdam en þar kveiktu mótmælendur í bílum og gámum og unnu skemmdarverk víða um borgina. 55 voru handteknir. Fjórir særðust þegar lögreglan beitti skotvopnum gegn mannfjöldanum.

Á laugardaginn brutust út mótmæli i Haag, Stein, Roermond og Urk. 48 voru handteknir í Urk. Urk er í því sem er stundum kallað hollenska biblíubeltið. Þar er frekar lítil þátttaka í bólusetningum vegna íhaldssamra trúarskoðana fólks.

Hollenska ríkisstjórnin greip til harðra sóttvarnaaðgerða í síðustu viku til að reyna að stemma stigum við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins en smitum hefur fjölgað mikið í landinu síðustu vikur. Barir og veitingastaðir verða nú að loka snemma á kvöldin. Einnig er verið að íhuga að krefjast þess að fólk framvísi kórónupassa til að fá aðganga að mörgum stöðum. Það mun hafa í för með sér að óbólusettir fá ekki aðgang að þessum stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“