fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Kolbrún segir að ekki eigi að setja fólk í fjötra vegna stöðunnar á Landspítalanum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 09:52

Kolbrún Bergþórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að einblína á smittölur er verið að senda fólki skilaboð um að bólusetningar skipti sáralitlu máli en það er vitanlega ekki rétt. Það er því lítið vit í að telja Covid-smit af sama ákafa og gert var áður en stór hluti þjóðarinnar var bólusettur.

Þetta segir Kolbrún Bergþórsdóttir í ritstjórnargrein í Fréttablaðinu í dag. Hún segir að ef þefa eigi upp hvert einasta Covid-smiti muni sá eltingarleikur standa lengi yfir og engu skila nema viðvarandi höftum. „Sóttvarnayfirvöld virðast tilbúin í þann leik, eru jafnvel frekar spennt fyrir honum. Stór hluti almennings er það alls ekki. Það er löngu tímabært að breyta um áherslur,“ segir hún.

Hún bendir á að þátttaka í bólusetningum hér á landi hafi verið góð og nú sé jafnvel búið að gefa sumum þrjá skammta en lítið bóli á því frelsi sem fólki var lofað ef það léti bólusetja sig.

„Enn eru ströng höft við lýði og lítið vit virðist í þeim flestum. Endalaust er verið að telja fólki trú um að hættur leynist svo að segja alls staðar. Ótrúlega margir gleypa við þeim áróðri,“ segir hún.

Hún víkur síðan að menningunni og segir að ekki hafi borist fréttir af að fólk sé að smitast í stórum stíl á menningarviðburðum en samt sem áður kosti það mikla fyrirhöfn að sækja slíka viðburði. „Þar eru fjöldatakmarkanir og grímuskylda, hraðprófs er krafist og fólk má ekki blanda geði. Ekki nema von að margir forðist að leggja þetta á sig og kjósi að sitja heima. Menningarviðburðir eiga að vera vítamínsprauta fyrir sálarlífið, ekki vera íþyngjandi. Á hverjum degi er menningarviðburðum frestað eða hætt við þá vegna ýmiss konar takmarkana. Menningarlíf á Íslandi er að verða fyrir miklu höggi vegna hafta. Eigum við virkilega að taka því með brosi á vör?“ segir Kolbrún og bætir við að með höftunum sé verið að tala árangurinn af bólusetningum niður.

„Við getum ekki endalaust búið við höft vegna smita sem eru ekki í miklum mæli að valda alvarlegum veikindum. Mannréttindi einstaklinga eiga svo ekki að miðast við stöðu Landspítalans hverju sinni. Úrbóta er örugglega þörf á Landspítalanum, en það á ekki að setja almenning í fjötra þess vegna,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að börnin á Gasa dreymi um að deyja

Segir að börnin á Gasa dreymi um að deyja
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ný skýrsla – Hætta á efnahagslegu hruni í Rússlandi vegna bónusgreiðslna til hermanna

Ný skýrsla – Hætta á efnahagslegu hruni í Rússlandi vegna bónusgreiðslna til hermanna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Enn einn olíuþjófnaðurinn til rannsóknar

Enn einn olíuþjófnaðurinn til rannsóknar
Fréttir
Í gær

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Í gær

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna
Fréttir
Í gær

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur