fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Hemmi Hreiðars baðst undan því að mæta Í U21 verkefnið – Óli Kristjáns stökk til

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Hreiðarsson aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins er ekki með liðinu í verkefninu sem nú er í gangi. Vakti það athygli þegar nafn hans var ekki á skýrslu í sigri liðsins gegn Liechtenstein.

Í stað Hermanns var mættur Ólafur Kristjánsson sem var sagt upp hjá Esbergj í Danmörku í vor. Ólafur hefur skoðað næstu skref sín á ferlinum síðustu mánuði.

Hermann sem var ráðinn í starfið í sumar átti ekki heimangengt en hann var ráðinn þjálfari ÍBV í efstu deild karla á dögunum. Óvíst er hvort hann haldi áfram með U21 árs liðið.

Ólafur Kristjánsson.

„Það var mikið að gera hjá Hermanni og hann baðst undan þessari ferð. Við eigum eftir að fara betur yfir hlutina með honum og framhaldið,“ sagði Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ í samtali við 433.is.

Knattspyrnusambandið heyrði þá í Ólafi sem var fljótur að stökkva á tækifærið. „Óli var mjög spenntur fyrir þessu og stökk til.“

U21 liðið mætir Grikklandi á útivelli á morgun en liðið vann góðan sigur á Liechtenstein á föstudag. Davíð Snorri Jónasson er þjálfari liðsins en hann getur vafalítið nýtt sér reynslu og þekkingu Ólafs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher segir daga Maresca talda og útskýrir hvers vegna

Carragher segir daga Maresca talda og útskýrir hvers vegna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því
433Sport
Í gær

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Í gær

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?