fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Sakaði stjórnmálaleiðtoga um kynferðisofbeldi – Nú er hún horfin sporlaust

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 16:30

Peng Shuai. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverska tennisstjarnan Peng Shuai varpaði í byrjun mánaðarins sprengju inn í kínverskt þjóðfélag. Á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo sakaði hún Zhang Gaoli, fyrrum varaforsætisráðherra, um kynferðisofbeldi. En nú hefur málið tekið nýja og dularfulla stefnu sem vekur áhyggjur margra. Ástæðan er að Peng Shuai, sem er 35 ára, hefur ekki sést eftir að hún setti ásakanirnar fram.

Daily Mail skýrir frá þessu. Eftir því sem Peng Shuai sagði þá varð hún fyrir kynferðisofbeldi af hálfu varaforsætisráðherrans fyrir þremur árum. „Þetta síðdegi veitti ég ekki samþykki og ég gat ekki hætt að gráta. Þú fórst með mig heim til þín og neyddir mig þess,“ skrifaði hún að sögn BBC sem var meðal þeirra fjölmiðla sem náðu að sjá færslu hennar áður en henni var eytt aðeins 20 mínútum eftir að hún var skrifuð. Kínversk yfirvöld fylgjast vel með Weibo og fjarlægja „óþægilegt“ efni fyrirvaralaust.

Peng Shuai sagði að þau hefðu fyrst hist fyrir rúmlega 10 árum og hafi þá tekið upp ástarsamband. Zhang Gaoli sleit sambandinu þó skömmu síðar en sjö árum síðar vildi hann aftur taka upp samband og bauð Peng Shuai því til Peking til að spila tennis og beitti hana síðan kynferðisofbeldi.

Í færslu sinni sagði Peng Shuai að hún hafi ekki neinar sannanir fyrir að hafa átt í sambandi við Zhang Gaoli, sem var og er kvæntur, sem vildi halda sambandinu leyndu.

#MeToo-mál hafa áður komið upp í Kína en þetta mál er talið vera hið fyrsta þar sem háttsettur meðlimur í kínversku kommúnistastjórninni kemur við sögu. Leta Hong Fincher, rithöfundur, sagði í samtali við Washington Post að málið geti verið „sprengja“ fyrir stjórn kommúnista. „Þetta er mjög eldfimt. Það er einmitt þess vegna sem kommúnistastjórnin telur femínistahreyfinguna vera ógn,“ sagði hún.

Ekkert hefur heyrst frá Peng Shuai og ekki er vitað hvar hún er en það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að hún sé horfin. Kommúnistastjórnin hefur áður sýnt að hún vílar ekki fyrir sér að ræna fólki og jafnvel láta það hverfa ef það er stjórninni ekki þóknanlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau