fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Helmingur Breta veit ekki að 6 milljónir gyðinga voru myrtir í Helförinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 13:00

Fangar frelsaðir í Dachau útrýmingarbúðunum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt rúmlega helmingur Breta veit ekki að 6 milljónir gyðinga voru myrtar í Helförinni og fjórðungur telur að tvær milljónir eða færri hafi verið myrtar. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar.

Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að 67% svarenda töldu að bresk yfirvöld hafi tekið við öllum þeim gyðingum sem vildu koma til Bretlands eða hluta þeirra. Þetta er rangt því breska ríkisstjórnin lokaði algjörlega á gyðinga þegar síðari heimsstyrjöldin braust út.

The Guardian segir að þegar fólk var spurt um hina svokölluðu Kindertransport aðgerð hafi 76% ekki vitað hvað það var. Þetta var aðgerð á árunum 1938 til 1939 en með henni tókst að bjarga tæplega 10.000 gyðingabörnum undan nasistum og flytja þau til Bretlands.

Niðurstöður könnunarinnar sýndu einnig að 89% svarenda höfðu heyrt um Helförina og þrír fjórðu hlutar vissu að hún snerist um fjöldamorð á gyðingum. 57% sögðust telja að Bretum stæði almennt minna á sama um Helförina nú en áður og 56% sögðust telja að eitthvað á borð við Helförina geti átt sér stað aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið