fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Handtekin eftir að líkamsleifar tveggja dætra hennar fundust – Hurfu fyrir sex árum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. nóvember 2021 22:00

Echo Butler og Marie Sue Snyder.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um síðustu helgi fundust líkamsleifar tveggja systra, sem hurfu fyrir sex árum, á afskekktu svæði í Pennsylvania. Stúlkurnar, sem hétu Jasman og Nicole Snyder, væru 8 og 11 ára ef þær væru á lífi. Þeirra hafði verið saknað síðan 2015. Móðir þeirra, Mary Sue Snyder, hafði alltaf sagt að þær væru hjá vini hennar sem sæi um heimakennslu fyrir þær. Hún var handtekin á vinnustað sínum í Clinton sýslu á föstudaginn.

Independent segir að Snyder hafi verið úrskurðuð í gæsluvarðhald, grunuð um að hafa stofnað lífi barna í hættu og hindrað framgang réttvísinnar varðandi rannsókn á ofbeldi gagnvart börnum.

Lögreglan segir að lík systranna hafi fundist nærri hjólhýsi þar sem Snyder býr ásamt unnustu sinni, hinni 26 ára Echo Butler, og sjö ára syni hennar, Jesse. Hjólhýsið er í eigu foreldra Butler. Butler var einnig úrskurðuð í gæsluvarðhald og Jesse var komið í umsjá félagsmálayfirvalda.

Félagsmálayfirvöld hófu rannsókn á velferð Jess í byrjun september þegar upplýsingar bárust um að hann kynni ekki að nota salerni og hefði ekki verið skráður í skóla. Í framhaldi af því var farið að spyrja spurninga varðandi Jasman og Nicole. Móðir Butler, Michelle Butler, sagðist ekki hafa séð þær í sex ár. Snyder sagði að systurnar væru hjá vini hennar sem annaðist heimakennslu þeirra. En hvorki Snyder né Butler gátu gefið upp nafn þessa vinar.

Lík systranna eru nú til rannsóknar hjá réttarmeinafræðingum og lögreglan hefur staðfest að málið sé rannsakað sem morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum