fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Hannes Þór hefur samið um starfslok á Hlíðarenda

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 14:39

Hannes Þór Halldórsson og Manuel Neuer. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson hefur samið um starfslok við Val og má búast við því að Valur tilkynni um það innan tíðar. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Hannes og Valur hafa kastað boltanum sín á milli síðustu daga en samkomulag er í höfn um starfslok.

Markvörðurinn knái átti ár eftir af samningi sínum við Val en Heimir Guðjónsson þjálfari liðsins vildi losna við hann. Ljóst var að framtíð Hannesar var í lausu lofti hjá Val þegar félagið samdi við Guy Smit sem kom til félagsins frá Leikni.

Greint var frá því fyrir nokkrum vikum síðan að erfiðlega gengi fyrir Hannes að ná í forráðamenn Vals til þess að fá á hreint framtíð sína hjá félaginu. Í viðtali á útvarpsstöðinni K100 í október ræddi hann stöðu sína hjá Val.

,,Ég get alveg sagt eins og er og sagt hlutina eins og þeir eru. Ég veit að þjálfarinn vill ekki hafa mig hjá félaginu og ég hef hvorki heyrt hóst né stunu frá félaginu síðan mér var tilkynnt það. Ég veit ekki hvers vegna eða hvernig menn hyggjast leysa þá stöðu. Ég er steinhissa á þessari stöðu.“ sagði Hannes á K100.

Hannes er besti markvörður í sögu Íslands en hann hætti að leika með landsliðinu í haust. Hannes er 37 ára gamall en óvíst er hvaða skref hann tekur næst á ferli sínum. Hann á að baki 205 leiki í efstu deild hér á landi, hann hefur orðið Íslandsmeistari í þrígang og bikarmeistari í tvígang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“