fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Allt sem við vitum um 22 ára kærustu Kanye West – Aðdáandi Kardashian-fjölskyldunnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 16:58

Vinetria og Kanye West.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær bárust frengir þess efnis að tónlistarmaðurinn vinsæli, Kanye West, væri farinn að slá sér upp með fyrirsætunni Vinetria. Fyrirsætan kýs að koma fram aðeins undir fornafni og notast opinberlega ekki við eftirnafn sitt. Samkvæmt heimildarmönnum miðilsins Page Six hafa þau Kanye og Vinetria verið að hittast um nokkurra mánaða skeið, en fyrst sáust þau opinberlega saman á körfuboltaleik í Minneapolis síðustu helgi.

Þessar fregnir hafa nú kveðið niður þrálátan orðróm um að Kanye sé að taka aftur saman við eiginkonu sína, raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian West, en þau hafa verið skilin að borði og sæng í nokkurn tíma.

Fjölmiðlar vestanhafs keppast nú við að grafa upp upplýsingar um þessa dularfullu Vinetriu og eins að varpa ljósi á hvernig leiðir hennar og Kanye lágu saman.

Hér er allt sem við vitum um Vinetriu.

Mynd/Twitter

22 ára

Kanye er rúmlega tuttugu árum eldri en Vinetria. Hann er 44 ára og hún 22 ára

Mynd/Twitter

Hún er fyrirsæta

Vinetria er fyrirsæta á skrá hjá Public Image Management. Hún er tiltölulega ný í bransanum og er 1,75 cm á hæð.

Mynd/Instagram

407 þúsund fylgjendur

Vinetria er með 407 þúsund fylgjendur á Instagram en það er aðeins að finna tólf færslur á síðunni hennar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs eyddi hún út hundruðum mynda áður en hún og Kanye opinberuðu samband sitt.

Mynd/Instagram

Aðdáandi Kardashian fjölskyldunnar

Samkvæmt DailyMail er Vinetria mikill aðdáandi Kardashian fjölskyldunnar. Hún deildi nýlega færslu á Twitter þar sem hún fagnaði trúlofun Kourtney Kardashian og Travis Barker.

„Svo svo svo hamingjusöm fyrir Kourtney Kardashian,“ skrifaði hún á Twitter. Hún deildi einnig mynd af parinu í París.

Mynd/Instagram

Ástfangin á Twitter

Undanfarið hefur Vinetria birt ástarjátningar á Twitter. Hún hefur deilt nokkrum rómantískum tístum, en nefnir þó engan á nafn. Í ljósi nýrra tíðinda telja þó margir ljóst að hún sé að játa ást sína á Kanye, en það er þó ekki staðfest.

Þann 3. nóvember tísti hún: „ily. I love you. I LUH-OOVE uu.“ Hún sagði svipað 19. október þegar hún tísti: „I love. You. More. Than. Anything.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Komst að fortíð kærustunnar og treystir henni ekki lengur

Komst að fortíð kærustunnar og treystir henni ekki lengur
Fókus
Í gær

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Náðu að svindla yfir hundrað milljónum af íslensku fyrirtæki

Náðu að svindla yfir hundrað milljónum af íslensku fyrirtæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu