fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Pressan

Fresturinn rann út á föstudaginn – Einn af hverjum sex hefur ekki enn látið bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. nóvember 2021 06:59

Frá New York. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 20 á föstudaginn rann út frestur sem borgaryfirvöld í New York höfðu gefið starfsmönnum borgarinnar til að sýna fram á að þeir væru búnir að fá að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Samkvæmt því sem borgaryfirvöld segja þá hafði einn af hverjum sex borgarstarfsmönnum ekki látið bólusetja sig áður en fresturinn rann út.

Samkvæmt frétt The Guardian þá kom mikill kippur í bólusetningarnar rétt áður en fresturinn rann út og það þrátt fyrir að hægrisinnaðir stjórnmálamenn og fjölmiðlar hafi rekið harðan áróður gegn kröfunni og mótmælt hafi verið í ráðhúsinu. Á föstudaginn var bólusetningarhlutfallið komið í 83% hjá lögreglumönnum, slökkviliðsmönnum, sorphirðumönnum og öðrum borgarstarfsmönnum sem fyrirmælin ná til. Daginn áður var hlutfallið 76%.

Þeir borgarstarfsmenn, sem ekki hafa enn látið bólusetja sig, verða sendir í launalaust leyfi frá og með deginum í dag. Þetta mun væntanlega hafa í för með sér að loka verður nokkrum slökkvistöðvum, lögreglustöðvum og draga úr sjúkraflutningum. Einnig má búast við að sorphirða fari úr skorðum og sorp fari að safnast fyrir í borginni.

Mikill kippur kom í bólusetningar slökkviliðsmanna og sorphirðumanna á föstudaginn þegar þeir reyndu að ná bólusetningu áður en fresturinn rann út. Sem auka hvatningu fengu þeir 500 dollara ef þeir létu bólusetja sig fyrir klukkan 20. Hlutfall bólusettra slökkviliðsmanna hækkaði um 8% og hjá hreinsunardeildinni hækkaði það um 10%. Hjá bæði slökkviliðinu og hreinsunardeildinni eru 23% starfsmanna enn óbólusettir. Hjá lögreglunni bættust 5% í hóp bólusettra á föstudaginn en nú eru 16% starfsmanna lögreglunnar óbólusettir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran