fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Telja að morðið á Einár hafi verið myndað – Leigumorðingi hugsanlega að verki

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. október 2021 06:59

Einár, öðru nafni Nils Grönberg. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var sænski rapparinn Einár, sem hét Nils Grönberg réttu nafni, skotinn til bana í Hammarby. Hann var skotinn tveimur skotum, einu í höfuðið og einu í bringuna. Lögreglan telur að morðinginn hafi tekið morðið upp með Facetime og hefur lagt hald á farsíma sem var á morðvettvangi.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Fram kemur að hugsanlega hafi leigumorðingi verið að verki og að morðið hafi verið myndað til að sanna að það hefði átt sér stað.

Blaðið segir að rannsókn lögreglunnar miði áfram en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Vitni eru sögð hafa séð tvo dökkklædda menn yfirgefa vettvang eftir að Einár hafði verið skotinn.

Mörg hundruð manns hafa verið yfirheyrðir, tæknirannsóknir hafa farið fram og enn leitar lögreglan að vísbendingum og sönnunargögnum. Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að lögreglan hafi haldlagt farsíma sem var á vettvangi þegar Einár var skotinn. Facetime-forritið er sagt hafa verið í gangi á þeim tímapunkti. Grunar lögregluna að morðinginn, eða morðingjarnir, hafi rætt við einhvern í gegnum Facetime og tekið morðið upp. Talsmaður lögreglunnar vildi ekki tjá sig um þetta.

Blaðið segist hafa heimildir fyrir að Einár hafi fengið alvarlegar líflátshótanir. Hann var ekki félagi í neinum sérstökum glæpasamtökum en er þó talin hafa haft tengsl við Husbys hyenor og Dödspatrullen sem eru glæpasamtök sem hafa komið við sögu í fjölda morðmála.

Fé hafði verið lagt til höfuðs honum og hafði hann reynt að verða sér úti um lífverði og skotheldan bíl að sögn heimildarmanna Aftonbladet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru