fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Pressan

Kórónuveirufaraldurinn er í sókn í Danmörku – Bæta við sýnatökugetuna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. október 2021 08:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar er í sókn í Danmörku þessa dagana en þar eru engar sóttvarnaaðgerðir í gildi. Í gær greindust tæplega 1.900 smit og hafa ekki verið svo mörg á einum degi mánuðum saman.

Til að bregðast við þessu ákvað heilbrigðisráðuneytið í gær að auka sýnatökugetuna um 50%. Á þriðjudaginn voru tekin 93.000 sýni í landinu öllu en hægt er að taka 100.000 sýni á sólarhring. Nú verður getan aukin upp í 150.000 sýni á sólarhring. Með þessu á að tryggja að auðveldara verði að greina smit og rekja þau.

Álagið á sýnatökustaði hefur aukist jafnt og þétt síðustu tvær vikur samfara aukningu smita.

Nú má reikna með að fleiri sýnatökustaðir verði opnaðir, fleiri ráðnir til að taka sýni og opnunartími lengdur.

Um miðjan maí var sýnatökugetan 670.000 sýni á sólarhring en síðan hefur hún verið skorin niður jafnt og þétt eftir því sem smitum fækkaði.

En yfirvöld hafa verið undir það búin að þurfa að bæta í aftur og því er hægt að auka sýnatökugetuna hratt á skömmum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svakalegar lýsingar á óskum Andrésar prins – „Ég er diplómat, ekki melludólgur“

Svakalegar lýsingar á óskum Andrésar prins – „Ég er diplómat, ekki melludólgur“