fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Dregið í riðla fyrir EM á morgun – Þetta eru liðin sem Ísland getur mætt

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 21:30

Frá landsleik. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun kemur í ljós hvaða liðum Ísland mun mæta í lokakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu á næsta ári. Þá verður dregið í riðla mótsins. Leikið verður á Englandi.

Alls munu sextán þjóðir taka þátt í lokakeppninni. Þetta er fjórða Evrópumótið í röð sem Ísland kemst á.

Drátturinn fer fram kl 16 á morgun að íslenskum tíma.

Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokkanna fyrir dráttinn. Eitt lið verður dregið úr hverjum styrkleikaflokki í fjóra fjögurra liða riðla. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki og getur því aðeins mætt liðum úr fyrsta, öðrum og þriðja styrkleikaflokki.

Þess má geta að ljóst er að gestgjafar Englands, sem eru í efsta styrkleikaflokki, munu leika í A-riðli.

Styrkleikaflokkur 1: England, Holland, Þýskaland, Frakkland

Styrkleikaflokkur 2: Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía

Styrkleikaflokkur 3: Danmörk, Belgía, Sviss, Austurríki

Styrkleikaflokkur 4: Ísland, Rússland, Finnland, Norður-Írland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga