fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Stendur þétt við bakið á eiginmanninum á erfiðum tímum – ,,Ég verð að eilífu stoltasta eiginkonan“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 19:30

Sophie Cristin. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bernd Leno hefur misst byrjunarliðssætið sitt hjá Arsenal til Aaron Ramsdale. Það er þó óhætt að segja að eiginkona hans standi þétt við bakið á honum.

Ramsdale kom til Arsenal frá Sheffield United í lok félagaskiptagluggans í sumar. Englendingurinn hefur verið frábær í sínum fyrstu leikjum fyrir Norður-Lundúnafélagið.

Eiginkona Leno, Sophie Cristin, er þó enn traustur stuðningsmaður Þjóðverjans.

Hún var mætt á leik Arsenal og Leeds í enska deildabikarnum í gær. Þar fékk Leno tækifærið í 2-0 sigri. Varamarkmenn fá gjarnan tækifæri í keppninni.

,,Minn númer 1. Með besta hjartað. Ég verð að eilífu stoltasta eiginkonan,“ skrifaði Cristin á Instagram við myndband sem hún birti af Leno þar sem hann gaf stuðningsmanni treyju sína.

Bernd Leno. Mynd/Getty

Leno kom til Arsenal árið 2018. Hann hafði meira og minna verið byrjunarliðsmaður síðan þá, þar til Ramsdale mætti á svæðið.

Samningur þess 29 ára gamla Þjóðverja rennur út árið 2023. Það verður þó að teljast líklegt að hann horfi sér til hreyfings næsta sumar, verði staða hans hjá Arsenal sú sama þá og hún er í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu