fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

11 ára danskur drengur lést af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudag í síðustu viku lést 11 ára danskur drengur af völdum COVID-19. Hann greindist með kórónuveiruna tveimur dögum áður. Hann var ekki með neina alvarlega undirliggjandi sjúkdóma.

Sundhedspolitisk Tidsskrift skýrði frá þessu í gær. Nordjyske segir að drengurinn hafi búið á norðanverðu Jótlandi.

Að sögn dönsku smitsjúkdómastofnunarinnar er þetta fyrsta dauðsfallið af völdum COVID-19 í aldurshópnum 10 til 19 ára. Áður höfðu tvö börn á aldrinum 0 til 9 ára látist af völdum COVID-19. Þau voru bæði með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma.

Almennt leggst kórónuveiran ekki eins þungt á börn og unglinga og hún leggst á eldra fólk.

Frá því í mars 2020 hafa 2.703 látist af völdum COVID-19 í Danmörku. 9 af hverjum 10 voru með undirliggjandi sjúkdóma. 88% hinna látnu voru eldri en 70 ára og 9% voru á aldrinum 50 til 69 ára.

Fjórir á þrítugsaldri hafa látist, átta á fertugsaldri og 15 á fimmtugsaldri. Þetta kemur fram í tölum frá smitsjúkdómastofnuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 3 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að einkalíf þingmanna séu að verða furðulegri – „Hefurðu tekið eftir þessu?“

Segir að einkalíf þingmanna séu að verða furðulegri – „Hefurðu tekið eftir þessu?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna