fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Norska lögreglan dregur úr kraftinum á rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 17:00

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan vinnur enn að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen en hún hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló fyrir tæpum þremur árum en á sunnudaginn verða nákvæmlega þrjú ár liðin frá því að hún hvarf.

En nú hefur lögreglan dregið úr kraftinum á rannsókninni og þar með kostnaðinum við hana. Allt frá upphafi hefur lögreglan lagt mikla vinnu í rannsóknina en það hefur ekki skilað miklum árangri varðandi lausn málsins.

Lögreglan vinnur aðallega út frá þeirri kenningu að Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, hafi verið viðriðinn hvarf hennar og hefur hann stöðu grunaðs í málinu.

Lögreglan telur fullvíst að Anne-Elisabeth sé látin.

Á þeim tæpu þremur árum sem eru liðin frá hvarfi Anne-Elisabeth hefur lögreglan farið 27 milljónir norskra króna fram úr fjárframlögum sínum vegna rannsóknarinnar.

En nú verður hægt á og dregið úr útgjöldunum. Fram að þessu hafa 20-30 lögreglumenn unnið að rannsókninni og ráðgjöf hefur verið keypt frá utanaðkomandi ráðgjöfum. En nú verður því hætt og dregið úr yfirvinnu.

Þetta þýðir ekki að rannsókninni verði hætt en hún verður nú sett í ódýrari farveg. Þetta er að sögn afleiðing af því að rannsóknin er komin á nýtt stig sem er mun markvissara en í upphafi. Dagbladet skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“