fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Enski deildarbikarinn: Arsenal hafði betur gegn Leeds – Chelsea og Sunderland áfram eftir vítaspyrnukeppni

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 26. október 2021 21:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í 16-liða úrslita í enska deildarbikarnum. Arsenal, Chelsea og Sunderland tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslitin.

Fyrri hálfleikur í leik Arsenal og Leeds var nokkuð opinn og skemmtilegur þrátt fyrir markaleysið. Báðir markmenn þurftu að verja nokkrum sinnum en það reyndi aðeins meira á Leno. Leikmenn Arsenal komu einbeittir í seinni hálfleik en Calum Chambers kom þeim yfir á 55. mínútu með sinni fyrstu snertingu. Edward Nketiah tvöfaldaði forystuna 15 mínútum síðar og þar við sat og Arsenal tryggir sér því farseðilinn í 8-liða úrslitin.

Chelsea tók á móti Southampton á Stamford Bridge. Jafnræði ríkti meðal liðanna í leiknum en Chelsea var meira með boltann. Kai Havertz braut ísinn rétt fyrir hálfleikinn en Che Adams jafnaði metin fyrir Southampton í byrjun seinni hálfleiks. Liðin náðu ekki að bæta við fleiri mörkum og þá var haldið í vítaspyrnukeppni. Mount var sá eini í Chelsea klikkaði á sinni spyrnu en það kom ekki að sök þar sem bæði Walcott og Smallbone klúðruðu sínum vítum.

Loks tók QPR á móti Sunderland en þeim leik lauk með markalausu jafntefli. Þá var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Sunderland hafði betur en aðeins einn leikmaður QPR skoraði úr sinni spyrnu.

Arsenal 2 – 0 Leeds
1-0 Calum Chambers (´55)
2-0 Edward Nketiah (´69)

Chelsea 1 – 1 Southampton (4-3 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Havertz (´44)
1-1 Adams (´47)

QPR 0 – 0 Sunderland (1-3 eftir vítaspyrnukeppni)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga