Þremur leikjum var að ljúka í 16-liða úrslita í enska deildarbikarnum. Arsenal, Chelsea og Sunderland tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslitin.
Fyrri hálfleikur í leik Arsenal og Leeds var nokkuð opinn og skemmtilegur þrátt fyrir markaleysið. Báðir markmenn þurftu að verja nokkrum sinnum en það reyndi aðeins meira á Leno. Leikmenn Arsenal komu einbeittir í seinni hálfleik en Calum Chambers kom þeim yfir á 55. mínútu með sinni fyrstu snertingu. Edward Nketiah tvöfaldaði forystuna 15 mínútum síðar og þar við sat og Arsenal tryggir sér því farseðilinn í 8-liða úrslitin.
Chelsea tók á móti Southampton á Stamford Bridge. Jafnræði ríkti meðal liðanna í leiknum en Chelsea var meira með boltann. Kai Havertz braut ísinn rétt fyrir hálfleikinn en Che Adams jafnaði metin fyrir Southampton í byrjun seinni hálfleiks. Liðin náðu ekki að bæta við fleiri mörkum og þá var haldið í vítaspyrnukeppni. Mount var sá eini í Chelsea klikkaði á sinni spyrnu en það kom ekki að sök þar sem bæði Walcott og Smallbone klúðruðu sínum vítum.
Loks tók QPR á móti Sunderland en þeim leik lauk með markalausu jafntefli. Þá var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Sunderland hafði betur en aðeins einn leikmaður QPR skoraði úr sinni spyrnu.
Arsenal 2 – 0 Leeds
1-0 Calum Chambers (´55)
2-0 Edward Nketiah (´69)
Chelsea 1 – 1 Southampton (4-3 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Havertz (´44)
1-1 Adams (´47)
QPR 0 – 0 Sunderland (1-3 eftir vítaspyrnukeppni)