Enn bætist ofan á vandamál Barcelona en Frenkie de Jong, miðjumaður liðsins, er meiddur aftan í læri og verður fjarri góðu gamni á næstu vikum en þetta kemur fram í frétt í Athletic.
Barcelona beið 2-1 ósigur gegn Real Madrid í El Clasico um síðustu helgi þar sem mörk frá David Alaba og Lucas Vazques tryggðu Madrídarliðinu sigur.
De Jong fór meiddur af velli þegar 13 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Sergi Roberto kom inn á í hans stað. Barcelona situr í 9. sæti deildarinnar með 15 stig, níu stigum á eftir toppliði Real Sociedad með leik til góða.
Hinn bráðefnilegi Pedri er einnig á meiðslalistanum en æfði með liðinu um síðustu helgi. Samkvæmt frétt á Mundo Deportivo fann Pedri fyrir verk í nára á æfingunni og þurti að draga sig til hlés. Hann fór í skoðun í dag og þarf að bíða og sjá hve alvarleg meiðslin eru.