OnlyFans er miðill sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Klámstjörnur eru vinsælar á miðlinum en einnig áhrifavaldar sem selja djarfar myndir af sér. Aðdáendur geta einnig sent notendum skilaboð og lagt fram beiðni um myndefni gegn gjaldi.
Eflaust velta margir því fyrir sér hvað OnlyFans-stjörnur fá mikið á mánuði í gegnum áskriftir á miðlinum. The Sun birti um helgina samantekt þar sem farið var yfir hvað nokkrar af vinsælustu stjörnunum á miðlinum græða mikið á mánuði.
Rapparinn Cardi B er ofarlega á listanum yfir þær stjörnur sem þéna mest á OnlyFans samkvæmt reiknivélinni sem The Sun notar í fréttinni. Samkvæmt henni þénar Cardi B 15,3 milljónir punda á mánuði, það eru um 2,7 milljarðar í íslenskum krónum.
Cardi B greindi frá því að hún væri að byrja með aðgang á OnlyFans í fyrra en hún tók það skýrt fram að aðdáendur hennar myndu ekki finna neinar nektarmyndir af henni á miðlinum.
Chloe Khan er fyrrum PlayBoy-fyrirsæta sem öðlaðist frægð þegar hún tók þátt í söngkeppninni X-Factor árið 2010. Chloe, sem er 29 ára gömul, auglýsir OnlyFans-síðuna sína á öðrum samfélagsmiðlum sínum og tekur þar fram að hún deili þar efni sem ekki er við hæfi fyrir þá sem eru yngri en 18 ára.
Áskriftin að síðu Chloe kostar 15 pund, um 2.700 í íslenskum krónum, en hún er sögð þéna um 1,2 milljónir punda á mánuði. Það eru rúmlega 213 milljónir í íslenskum krónum.
Raunveruleikastjarnan Lauren Goodger ætti ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur af peningum ef marka má OnlyFans reiknivélina. Samkvæmt reiknivélinni þénar Lauren, sem er 34 ára gömul, um eina milljón punda á mánuði, um 178 milljónir í íslenskum krónum.
Aðgangur að síðunni hennar Lauren er þó langt frá því að vera ókeypis en mánaðargjald fyrir aðganginn kostar 33 pund. Það eru tæpar 6.000 íslenskar krónur á mánuði.
Love Island stjarnan Megan Barton-Hanson hefur verið með OnlyFans-síðu töluvert lengur en aðrar stjörnur á listanum. Þegar hún hóf göngu sína í raunveruleikaþáttunum árið 2018 var hún þegar byrjuð á OnlyFans. Hún ákvað þó að loka síðunni þegar hún skráði sig til þáttöku í þáttunum en hefur nú opnað hana á ný.
Megan, sem er 26 ára gömul, þénar samkvæmt reiknivélinni um 730 þúsund pund á mánuði. Það eru rúmlega 129 milljónir í íslenskum krónum. OnlyFans er þó ekki eina tekjuleið Megan því hún er sögð hafa grætt nokkuð háar fjárhæðir með því að selja nærföt.
Danielle er 37 ára gömul fyrirsæta og fyrrum fegurðardrottning en hún stofnaði aðgang sinn á OnlyFans árið 2019. „Fyrirsætubransinn hefur breyst rosalega síðan ég byrjaði í honum. Fullt af því sem maður er í fer beint á netið núna og þess vegna nota ég OnlyFans,“ sagði Danielle á sínum tíma þegar hún var spurð hvers vegna hún stofnaði aðgang á síðunni.
Peningar eru líklega ekki mikið vandamál fyrir Danielle því samkvæmt reiknivélinni þénar hún um 286 þúsund pund á mánuði í gegnum OnlyFans, það eru rúmlega 50 milljónir í íslenskum krónum.