fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Umfangsmikil leit í Noregi – Þriggja saknað – Óttast að bátur þeirra hafi farið fram af fossi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. október 2021 06:08

Norskir lögreglumenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir við Langevotnevatn á Kvamskogen í Noregi síðan í gærkvöldi. Þriggja er saknað en talið er að báturinn, sem fólkið var í, hafi farið fram af fossi. Mikill straumur er á svæðinu og leitarskilyrði erfið. Vitni sá strauminn taka bátinn og sá hann reka niður ána.

Norska ríkisútvarpið segir að það hafi verið á milli klukkan 21 og 21.15 sem vitni sá að tveir karlar og ein kona og hundur að auki voru í bát á vatninu og ætluðu yfir það. Mjög mikið er í vatninu núna og mikill straumur og hreif hann bátinn með sér og bar niður ána.

Synnøve Malkense, sem stýrir aðgerðum lögreglu og björgunarmanna á svæðinu, sagði að um lítinn bát hafi verið að ræða og líklega hafi hann farið fram af fossinum í stíflunni í Tokagilinu og horfið niður í fossinn. Það eina sem hefur fundist er ein ár.

Slökkviliðsmenn leituðu í gilinu en hafa nú hætt þeirri leit þar sem það er svo mikið vatn í því að ekki þykir forsvaranlegt að vera með leitarmenn þar.

Leitarmenn segja að litlar líkur séu á að finna einhvern á lífi en ekki verði gefist upp strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg
Pressan
Í gær

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi