fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

„Eiginkona mín er sífellt að koma með nýja kærasta heim – Börnin eru ringluð“

Fókus
Laugardaginn 23. október 2021 20:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður leitar ráða til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Vandinn sem blasir við honum er aukinn gestagangur á heimilinu, en eiginkona hans er sífellt að koma með nýja kærasta heim og börnin skilja ekkert í því.

Forsaga málsins er sú að maðurinn hélt framhjá og konan komst að því. Þetta er hennar leið til að hefna sín en maðurinn hefur áhyggjur af börnunum.

„Börnin mín eru að borga fyrir framhjáhald mitt. Eiginkona mín er að kynna þau fyrir hverjum nýjum kærastanum á fætur öðrum. Og ég þarf að horfa upp á þetta allt saman úr sorglega gististað mínum í stofunni,“ segir maðurinn.

„Ég get ekki flutt út því við höfum ekki efni á því og það er betra ef við sjáum saman um uppeldið.“

Maðurinn er 35 ára og eiginkonan er 32 ára. Börnin eru átta ára og fimm ára.

„Ég vissi alltaf afleiðingarnar. Ef ég myndi halda framhjá þá væri hjónaband okkar búið. En einhvern veginn hélt ég að ég gæti komist upp með þetta í strákaferð til Ibiza. Mér leið eins og ég væri svo langt í burtu. Ég tók hliðarspor og hélt framhjá yndislegu eiginkonu minni með konu sem var líka í fríi með vinkonum sínum. Við fórum á hótelið mitt og einn vinur minn gómaði okkur. Hann kjaftaði þessu í kærustu sína og eiginkona mín frétti af þessu. Ég veit ég klúðraði þessu og er minntur á það á hverjum degi.“

Eiginkonan sleit sambandi þeirra og hefur hann sofið í stofunni undanfarna mánuði. „Hún hefur verið duglegri að kíkja meira út og þegar hún byrjaði að bjóða karlmönnum heim í drykk þá gat ég varla sagt eitthvað. En síðan fór hún að leyfa þeim að gista. Allt í einu kom dóttir mín til mín og spurði: „Hver er uppi í rúmi hjá mömmu?“ Ég sagði að þetta væri vinur hennar, hvað annað gat ég sagt? Ég hef reynt að tala við eiginkonu mína um þetta en hún segir að þetta komi mér ekki við.“

Maðurinn segist vera búinn að kynnast annarri konu en vill bíða með að kynna henni fyrir börnunum. „Ég vildi óska þess að eiginkona mín væri jafn kurteis og ég og myndi ekki rugla svona í börnunum okkar.“

Deidre svarar:

„Þetta getur ekki verið auðvelt fyrir þig. En að búa saman en skilin að borði og sæng er líka mjög ruglingslegt fyrir börnin. Ef þú værir ekki undir sama þaki þá gætir þú verið með börnin á meðan eiginkonan þín er á stefnumóti og öfugt. Talaðu við hana um hvernig þið ætlið að hátta framtíðinni. Eruð þið viss um að hjónabandinu sé lokið? Sum pör geta látið samband ganga eftir framhjáhald en þið verðið bæði að vilja það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fær annað tækifæri til að finna ástina

Fær annað tækifæri til að finna ástina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa“

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena á góðgerðarviðburði með stórstjörnum og fyrrverandi fegurðardrottningunum sem sprengdu allt upp í síðustu viku

Helena á góðgerðarviðburði með stórstjörnum og fyrrverandi fegurðardrottningunum sem sprengdu allt upp í síðustu viku
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“