fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Lögreglan lýsti eftir konu – Fannst látin í lögreglubíl

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. október 2021 07:00

Christina Nance. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega lýsti lögreglan í Huntsville í Alabama í Bandaríkjunum eftir Christina Nance sem ekkert hafði sést til í 12 daga. Skömmu eftir að lýst var eftir henni tók lögreglumaður eftir skópari sem stóð við hlið bíls, sem er í eigu lögreglunnar, á bílastæði við lögreglustöðina í Huntsville.

Samkvæmt frétt CNN þá sýna upptökur úr eftirlitsmyndavélum að Nance gekk um bifreiðastæðið þann 25. september. Hún sést opna afturdyr bílsins og fara inn í hann. Umræddur bíll var upprunalega hannaður til fangaflutninga og því er ekki hægt að opna dyr hans innanfrá.

Lögreglan segir að ekkert bendi til að Nance hafi komist úr bílnum eftir þetta. CNN segir að gluggar bílsins hafi verið opnaðir og lokað þann 28. september á meðan fjöldi fólks fór um bílastæðið. En enginn tók eftir að Nance var í bílnum.

Lögreglan segir að andlát Nance hafi borið að með eðlilegum hætti og að ekki sé talið að hún hafi orðið fyrir ofbeldi.

En lögreglan stendur frammi fyrir fjölda ósvaraðra spurninga. Til dæmis af hverju bíllinn var ekki læstur. Einnig verður hún að svara hvernig stendur á því að skópar hafi getað staðið við hlið bílsins dögum saman án þess að lögreglumenn tækju eftir því en þeir eru á ferð um bílastæðið allan sólarhringinn.

Washington Post segir að lögreglan í Huntsville hafi heitið því að komast til botns í málinu. DeWayne McCarver, yfirmaður hjá lögreglunni, viðurkenndi einnig að lögreglan hefði gert mistök í málinu því bíllinn hefði ekki átt að vera ólæstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni