fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Newcastle biður stuðningsmenn sína um að klæðast ekki arabískum búningum

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 20. október 2021 20:09

Stuðningsmaður Newcastle fyrir leikinn gegn Tottenham um helgina (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle United hefur beðið stuðningsmenn sína um að vinsamlegast klæðast ekki arabískum eða miðausturlenskum höfuðbúnaði eða klæðnaði á leikjum eftir að sádí-arabískur fjárfestingarsjóður keypti félagið.

Sumir stuðningsmenn félagsins klæddust hefðbundnum kyrtlum og öðrum höfuðbúnaði fyrir leikinn gegn Tottenham á sunnudag, en það var fyrsti leikur liðsins eftir að yfirtakan gekk í gegn.

Newcastle tók fram að nýju eigendurnir hefðu ekki móðgast yfir klæðaburði stuðningsmannanna en að það væri hægt að líta á það sem menningarlega óviðeigandi og að það ýti undir staðalmyndir.

Newcastle United biður stuðningsmenn sína um að vinsamlegast klæðast ekki hefðbundnum arabískum eða miðausturlenskum höfuðbúnaði á leikjum ef þeir klæðast annars ekki slíkum búnaði.

Enginn af nýju eigendunum móðgaðist á neinn hátt vegna klæðaburðarins og líta það sem jákvætt og velviljað athæfi stuðningsmanna sem kjósa að fagna á þennan hátt. Það er hins vegar mögulegt að aðrir gætu móðgast og hægt er að líta á það sem menningarlega óviðeigandi,“ stóð í yfirlýsingu frá félaginu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Riftir eftir erfiða mánuði

Riftir eftir erfiða mánuði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir þá elstu og virtustu – Skelfileg byrjun nýja mannsins í kortunum

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir þá elstu og virtustu – Skelfileg byrjun nýja mannsins í kortunum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Semenyo kynntur á föstudaginn

Semenyo kynntur á föstudaginn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag aftur til Hollands

Ten Hag aftur til Hollands
433Sport
Í gær

City ætlar að taka slaginn við Liverpool

City ætlar að taka slaginn við Liverpool
433Sport
Í gær

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa