fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Réttarhöld yfir Benzema hefjast á morgun – Gæti að hámarki fengið 5 ára fangelsisdóm

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 13:30

Karim Benzema

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld í fjárkúgunarmáli framherjans Karim Benzema og fyrrum landsliðsmanns Frakklands, Mathieu Valbuena, hefjast á morgun í Frakklandi. Benzema er gefið að sök að hafa verið hluti af hópi manna sem reyndi að kúga fé af Valbuena árið 2015 með því að hóta að birta kynlífsmyndband af honum ef hann myndi ekki greiða þeim fé.

Benzema hefur verið boðaður í réttarsal í Frakklandi á morgun en leikmaðurinn á leik með liði sínu, Real Madrid, í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Allt frá því að Benzema var bendlaður við málið hefur lögfræðingateymi hans reynt að hreinsa nafn hans með því að segja að hans aðild sé byggð á misskilningi. Hann hafi í raun verið að reyna hjálpa Valbuena.

Benzema og Valbuena eru fyrrum liðsfélagar í franska landsliðinu. „Ég vildi bara að hann (Valbuena) vissi af því að myndbandinu hefði verið lekið og hjálpa honum vegna þess að hann hafði hjálpað mér áður,“ hefur Benzema látið hafa eftir sér í viðtali um málið.

Benzema getur átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm og allt að 75.000 evra sekt verði hann fundinn sekur.

Þegar málið komst upp á sínum tíma var Benzema settur í bann hjá franska landsliðinu, bann sem entist í sex ár eða alveg þangað til að hann var valinn í landsliðshóp Frakklands fyrir Evrópumótið sem fram fór síðasta sumar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla