Hugsanlegt er að Riyad Mahrez og Jack Grealish þurfi að bera vitni í kynferðisbrotamáli liðsfélaga síns, Benjamin Mendy, hjá Manchester City.
Mendy hefur verið ákærður fyrir þrjár nauðganir. Sú fyrsta er sögð hafa átt sér stað í október árið 2020, annað brotið er frá janúar á þessu ári og það þriðja teygir anga sína til ágústmánaðar á þessu ári. Þar er hann sagður hafa brotið á 17 ára stúlku. Hann var handtekinn í ágúst síðastliðnum og hefur verið í gæsluvarðhaldi undanfarnar sjö vikur.
Sama kvöld og þriðja brotið á að hafa átt sér stað skemmti Mendy sér með Grealish og Mahrez á næturklúbbi.
Vegna þess gætu leikmennirnir þurft að gefa skýrslu um það hvað gerðist í aðdraganda meints brots.
Mendy verður ekki látinn laus gegn tryggingu áður en mál hans verður tekið fyrir í dómssal snemma á næsta ári. Beiðni hans um að losana gegn tryggingu hefur þrívegis verið hafnað.