fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Lingard opnar sig um andlega líðan, vonbrigði og endurreisn – „Ég grét og hann grét líka“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 10:42

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga Jesse Lingard undanfarið ár er ótrúleg. Hann var hvergi nálægt byrjunarliði Manchester United á fyrri hluta síðasta tímabils, fór á láni til West Ham í janúar á þessu ári og skaraði fram úr. Hann segir sögu sína í pistli sem hann birti á The players tribune.

Lingard hélt að hann hefði gert nægilega góða hluti með West Ham á seinni hluta tímabilsins til þess að verðskulda sæti í 26 manna hóp Garteth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, fyrir Evrópumótið. Lingard hafði farið á láni til West Ham frá Manchester United á lokadegi félagsskiptagluggans í janúar. Hann átti eftir að slá í gegn í Lundúnum, spila 16 leiki, skora 9 mörk og gefa 5 stoðsendingar og eiga stóran þátt í því að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

„Ég hélt að ég hefði gert nóg, ég bar virðingu fyrir ákvörðun Southgate en þegar að ég hringdi í Lou bróður minn og sagði honum frá þessu, grét ég og hann grét líka,“ skrifar Lingard í pistli sem hann birti á The players tribune.

GettyImages

Lou reyndist bjargvættur

Lingard hefur áður sagt frá því hversu mikið Lou, eldri bróðir hans, hjálpaði honum að koma sér aftur á gott skrið á meðan að hann var hjá West Ham. Lou flutti með Lingard til Lundúna, hjálpaði honum að trúa á sjálfan sig og skara fram úr.

Lingard ákvað snemma að svekkja sig ekki of mikið á því að vera ekki í EM hóp Englands. Hann tók þann pól í hæðina að vera stuðningsmaður liðsins sem átti eftir að komast alla leið í úrslitaleik mótsins þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir Ítalíu.

„Ég var kannski ekki að spila á mótinu en ég var stuðningsmaður liðsins. Ég klæddi mig í ensku landsliðstreyjuna merkta Declan Rice númer 4 á bakinu og fór á pöbbinn með Lou og nokkrum vinum. Stemmningin þar, orkan var frábær,“ skrifar Lingard í pistlinum og hann hvetur leikmenn til þess að prófa þetta að minnsta kosti í eitt skipti, þetta muni gefa þeim annað sjónarhorn.

Lingard segir að sjálfsögðu vilji hann vera partur af lansliðshópi Englendinga í öllum landsliðsverkefnum. Hann var kallaður í landsliðshópinn eftir EM, nánar tiltekið í september.

„Ég kýs að líta á heildarmyndina. Í nóvember 2020 var ég hvergi nálægt því að verða hluti af landsliðshóp Englands, ég lét mig ekki einu sinni dreyma um það,“ skrifaði Jesse Lingard, leikmaður Manchester United.

GettyImages

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga
433Sport
Í gær

Gerði Chelsea stór mistök í sumar? – Seldu Madueke og eyddu 120 milljónum punda til að fylla skarðið

Gerði Chelsea stór mistök í sumar? – Seldu Madueke og eyddu 120 milljónum punda til að fylla skarðið
433Sport
Í gær

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum